RÚMENAR Í RÚMFLUTNINGUM

  Rúmenarnir dóu ekki ráðalausir: "Inventsie, inventsie."

  Rúmensk kona, búsett í Breiðholti, tryggði sér notað hjónarúm á Brask og brall og sendi kærastan til að ná í það vestur í bæ. Kærastinn, líka rúmenskur, mætti á jeppa við þriðja mann en komst fljótt að því að hjónarúmið komst ekki inn í jeppann.

  Stefnan tekin á Breiðholt: “I could drive to Italy with the bed like this.”

  Þá voru góð ráð dýr, engir spottar á heimilinu og eftir stutta umhugsun sagði rúmneski kærastinn: “Inventsie, inventsie”, tók hvítt lak sem ætlað var til yfirbreiðslu milli rúmbotns og dýnu og saman rifu þeir félagar lakið í nokkra mjóa renninga, með höndunum einum, og hnýttu svo saman eins og fangar gera með rúmlök í fangelsum þegar þeir eru að flýja út um rimlaglugga.

  Hjónarúmið var síðan bundið með lakrifunum á þak jeppans og síðan ekið af stað upp í Breiðholt. Aðspurður hvort þetta væri alveg öruggt, svaraði Rúmeninn: “I could drive to Italy with the bed like this.”

  Auglýsing