Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

RÚLLUÐU ÞESSU UPP!

Rolling Stones hituðu upp fyrir 50 ára afmælistónleika sína í í fyrrakvöld á La Trabendo klúbbnum í París.

Fáir útvaldir komust að en 600 manns fylgdust með hljómsveitinni taka sína stærstu smelli í 75 mínútur non-stop.

Það leið yfir suma – af ánægju einni.

Fara til baka


15 Í KAUPMANNAHAFNARFERÐ ALÞINGIS

Fjöldi alþingismanna, starfsmanna Alþingi, makar og fleiri er flogin til Kaupmannahafnar til að vera við athöfn sem fram fer í Jónshúsi á sumardaginn fyrsta...

Lesa frétt ›ALI HAMANN ER LÁTINN

Ali Hamann hét í raun Svend Erik og sló í gegn í Danmörku og víðar á áttunda áratugnum þegar hann fékk fólk til að hætta að reykja með dáleiðslu í beinum sjónvarpsútsendingum – sem þá þótti nýjung – og sjálfur sagði hann...

Lesa frétt ›BJÖRK FREKAR EN ÁSDÍS

Listamaðurinn Guido van Helten er byrjaður á verki á framhlið Forréttabarsins við Mýrargötu. Guido er einn færasti veggjagrafíker í heimi, hefur skreytt veggi allt frá Sidney til Skagastrandar og verður fróðlegt að sjá framhlið Forréttabarsins sem hefur stimplað sig inn sem glæsilegasta hverfiskráin í Vesturbænum eftir að Róbert Ólafsson veitingamaður tók við...

Lesa frétt ›BÖRNIN Í BORGINNI AF 97 ÞJÓÐERNUM OG TALA 70 TUNGUMÁL

Í nógu er að snúast hjá Ragnari Þorsteinssyni sem stýrir skóla – og frístundasviði Reykjavíkurborgar því börnin í borginni eru af minnst 97 þjóðernum og tala yfir 70 tungumál...

Lesa frétt ›DMUCHANY ZAMEK Á KLAMBRATÚNI

Aðstandendur nemenda í Austurbæjarskóla hafa fengið sent boðskort á fjölskylduhátíð á Klambratúni á Sumardaginn fyrsta – á þremur tungumálum – íslensku, ensku og pólsku...

Lesa frétt ›BUBBI KVARTAR YFIR FLUGELDAMANNI

“Það er ekkert rómantíkst við það að sprengja kyrrðina burt og hrekja hesta á flótta vegna þess að einhver asninn hefur fengið sér í glas,” segir Bubbi Morthens um nágranna sinn við Meðalfellsvatn sem á það til að skjóta upp flugeldum þegar aðrir eru farnir að sofa...

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að veðurblíðan í Reykjavík á síðasta vetrardag hafi verið þvílík og borgarbúar hafi rifjað upp gamlt ljóð Sverris Stormskers: Faðir vor. Það er vor.
Ummæli ›

...að vonarstjarna Guðna Ágústssonar í væntanlegum borgarstjórnarslag sé Helga Björk Eiríksdóttir, eiginkona Guðjóns Ólafs Jónssonar lögfræðings sem áður var þungavigtarmaður í Framsóknarflokknum. Helga Björk hefur verið fjárfesta - og almannatengill hjá Marel, setið í bankastjórn Landsbankans eftir hrun, verið formaður stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla og unnið bæði fyrir Kauphöllina og slitastjórn Kaupþings - nútímakona.
Ummæli ›

...að mikið sé rætt um berorðar og jafnvel dónalegar ræður gamalla stjórnmálaforingja á herrakvöldum alls konar. Davíð Oddsson var ræðumaður í sextugsafmæli útgefanda síns á Morgunblaðinu, Óskars Magnússonar, sem haldið var í Fljótshlíð fyrir nokkrum dögum. Mátti heyra saumnál detta í samkvæminu á meðan Davíð talaði en honum varð tíðrætt um "spikið" á landsfrægum sjónvarpsmanni. Veislustjórar voru Guðný Halldórsdóttir Laxness og Sigurður Valgeirsson æskuvinur afmælisbarnsins.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. BLÓÐTAKAN Í BORGARLEIKHÚSINU: Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tók tvo af lykilstarfsmönnum Borgarleikhússins með sér yfir ...
  2. LEYNDARMÁLIÐ EASYJET: Fréttaritari okkar í flugþjónustunni kannaði málið: --- Íslendingar virðast fæstir hafa át...
  3. ÍSLENSK DÓTTIR JAY LENO?: Íslensk stúlka hefur sent bandarísku sjónvarpsstjörnunni Jay Leno bréf þar sem hana grunar að hann s...
  4. KOSNINGASTJÓRI GREIP BRÚÐARVÖND: "Hann flaug beint í fangið á mér," segir María Lilja Þrastardóttir, kosningastjóri Samfylkingari...
  5. PRÓFESSOR VILL JAFNA HLJÓÐSTYRK: Stefán Ólafsson prófessor er ekki sáttur við ójafnan hljóðstyrk í útsendingum Ríkissjónvarpsins ...

SAGT ER...

...að Bónusvideó sé horfið af yfirborði jarðar en veggspjöldin halda minningunni á lofti víða um bæinn.
Ummæli ›

...að samkvæmt upplýsingum frá mætri konu í Framsóknarflokknum hafi hugmynd um kvennaframboð flokksins í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík verið langt komin þegar stjórn kjördæmissambands flokksins ákvað á fundi í hádeginu að bjóða Guðna Ágústssyni að leiða framboðið. Hugmynd kvennanna, bæði úr flokknum sjálfum og utan hans, var að bjóða fram lista með konum í efstu sex sætunum - en Guðni og hans menn höfðu betur - en kjördæmisþing Framsóknarflokksins á reyndar eftir að samþykkja það.
Ummæli ›

...að Sigurbjörg Þrastardóttir hafi átt páskahugleiðingu dagsins á Rás 1 á Páskadag á meðan páskalambið var í ofninum - sérstaklega vel hugsaðar, fróðlegar og skemmtilegar hugleiðingar - betri en biskupinn á sömu rás fyrr um daginn.
Ummæli ›

...að Sigurður Ingólfsson hljóðmeistari sendi ábendinguvegna fréttar um Stefán Ólafsson prófessor sem vill láta jafna hljóðstyrk á útsendingum Ríkissjónvarpsins - smellið hér - og hljóðmeistarinn segir: Í framhaldi af umfjöllun þinni um kvartanir prófessors Stefáns Ólafssonar, væri þá ekki rétt að benda Póst og fjarskiptastofnun (íslensku FCC) um að stofnunin þrýsti á hið háa Alþingi að sett verði svipuð lög hér á landi og sett voru í Bandaríkjunum í desember 2012. Þar voru menn búnir að fá nóg af auglýsingahávaðanum þegar horft var á hugljúfar heimilismyndir í sjónvarpi, en óforvarindis ætlaði allt um koll að keyra þegar auglýst var hveiti eða kattasandur.
Ummæli ›

Meira...