Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

RÚLLUÐU ÞESSU UPP!

Rolling Stones hituðu upp fyrir 50 ára afmælistónleika sína í í fyrrakvöld á La Trabendo klúbbnum í París.

Fáir útvaldir komust að en 600 manns fylgdust með hljómsveitinni taka sína stærstu smelli í 75 mínútur non-stop.

Það leið yfir suma – af ánægju einni.

Fara til baka


HVAÐA PLÖTUUMSLAG ER FLOTTAST?

Lesa frétt ›KJARNINN OG FRÉTTATÍMINN

Lesa frétt ›HVER ER INGA MAGG?

Lesa frétt ›STEFÁN ENN LÖGREGLUSTJÓRI

Lesa frétt ›MARGRÉT EFAST UM LÍFIÐ 

Lesa frétt ›BARN AÐ BORÐA SKYR 1960

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Flateyri sé að verða miðja alheims í Reykjavík vegna þess að eftir nokkra daga verður kvikmyndin París norðursins frumsýnd en hún er einmitt tekin upp á Flateyri þaðan sem Ólafur M. Magnússon, fyrrum stjórnarformaður DV, er en hann heldur upp á sextugsafmælið sitt um helgina á meðan Bjössi í World Class og Reynir Traustason slást eins og hundar um DV en þeir eru báðir frá Flateyri líkt og Björn Ingi Hrafnsson sem stendur á hliðarlínunni og fylgist með.
Ummæli ›

...að visir.is sé allur orðinn ferskari í myndskreytingum og framsetningu eftir að nýr yfirmaður tók við eins og sjá má af myndum af innanríksráðherra með skýringatextum og líka í frétt um að aftur sé hægt að fá Coca Cola í Þjóðleikhúsinu.
Ummæli ›

...að Kristín Þorsteinsdóttir, sem nú hefur tekið öll völd á 365 miðlum, hafi verið ein öflugasta fréttakona sinnar samtíðar á árum áður og felldi meira að segja Sverri Hermannsson, þáverandi menntamálaráðherra, á stafsetningarprófi. Sverri var umhugað um zetuna sem átti að afskaffa úr ritmáli og Kristín fékk hann á til að taka zetupróf fyrir barnaskóla - og ráðherrann féll á prófinu - fékk 3,6 ef rétt er munað. Þar með lauk baráttu menntamálaráðherrans fyrir áframhaldandi lífi zetunnar í íslensku ritmáli.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARNINN OG FRÉTTATÍMINN:                   Í umróti íslenskra fjölmiðla síðustu daga hefur orð...
  2. ERU FRÍBLÖÐ SAMSÆRI?: Magnús Ingi Magnússon veitingamaður telur að dreifing fríblaða inn á hvert heimili sé eitt allsh...
  3. JÓN BETRI EN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Hápunktur Menningarnætur í Reykjavík fór framhjá flestum. Einleikur heimspekingsins Jóns Prop...
  4. VILLTIR BÆJARSTJÓRAR: Fréttaritari okkar í Hafnarfirði fylgist með: --- Nýi bæjarstjórinn í Hafnarfirði, Haraldu...
  5. LOST Á LAUGAVEGI: Leikarinn Naveen Andrews, sem þekktastur er fyrir að leika Sayid Jarrah í sjónvarpsþáttunum Lost...

SAGT ER...

...að Sigurjón M. Egilsson, nýr fréttaritstjóri, sé einhver mesti happafengur Fréttablaðsins frá upphafi - sé upphafinu sleppt.
Ummæli ›

...að Benni Bahamí hafi verið ráðinn fréttaritari Séð og Heyrt í Hollywood. Benni hefur lengi búið í LA, er fyrrverandi lífskúnstner og ráðgjafi ríkisstjórna víða um heim - en fyrst og fremst með puttann á púlsinum í borg stjarnanna. Fyrsta fréttaskeyti Benna Bahamís birtist í næsta tölublaði Séð og Heyrt sem kemur út á fimmtudaginn.
Ummæli ›

...að allir sem vettlingi gátu valdið hafi fylgst með flugeldasýningu Menningarnætur - og þeir sem áttu bátkænur sigldu þeim út til að sjá betur og virtist víða vera fjör um borð.
Ummæli ›

...að Ríkissjónvarpið sé búið að auglýsa hljómsveitina Skálmöld svo upp með stöðugum fréttum af maraþonhlaupi hennar og tónleikahaldi að sveitin sem heild gæti farið í forsetaframboð og tekið við af Ólafi Ragnari enda nafn hennar, Skálmöld, samheiti pólitísks ferils Ólafs Ragnars frá fyrsta degi.
Ummæli ›

Meira...