Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

RÚLLUÐU ÞESSU UPP!

Rolling Stones hituðu upp fyrir 50 ára afmælistónleika sína í í fyrrakvöld á La Trabendo klúbbnum í París.

Fáir útvaldir komust að en 600 manns fylgdust með hljómsveitinni taka sína stærstu smelli í 75 mínútur non-stop.

Það leið yfir suma – af ánægju einni.

Fara til baka


KVEÐJA FRÁ SPÁNI

Lesa frétt ›PÍRATAR BRUÐLA EKKI

Lesa frétt ›SÉÐ OG HEYRT SLÆR Í GEGN Á SPÁNI

Lesa frétt ›SÆVAR ÞARF TVÖ STÆÐI

Lesa frétt ›TM Í TAKT VIÐ TÍMANN

Lesa frétt ›KAFFIVAGNINN 1969

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Isavia hefur verið í fréttum vegna deilu Kaffitárs við hið opinbera fyrirtæki. Isavia hefur neitað að afhenda Kaffitári gögn, þrátt fyrir að úrskurðarnefndin hafi í tvígang skipað Isavia að gera það. Heiti fyrirlesturs verkefnastjóra markaðsdeildar Isavia á markaðsráðstefnunni Krossmiðlun er í fullu samræmi við þessa þvermóðsku fyrirtækisins.

Ummæli ›

...að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi áhyggjur af því að Píratar séu óskifað blað eins og saga Birgittu Jónsdóttir kafteins þeirra sýni. Sjálfur er Bjarni skrifað blað - og það er verra.
Ummæli ›

...að fréttaritari með söguáhuga hafi sent skeyti: Flestir þekkja JL-húsið við Hringbraut vestast í Reykjavík. Bogalagað stórhýsi sem á að breytast í hótel að hluta. Utan á húsinu er skilti þar sem á stendur "Jón Loftsson h/f" - og af því er nafn hússins dregið. Færri vita hver þessi Jón Loftsson er eða var og skyldi engan furða. Jón Loftsson dó árið 1958, fyrir 57 árum. Hann fæddist 1891 í Skagafirði og var umsvifamikill í íslensku atvinnulífi á fyrri hluta 20. aldarinnar. Meðal annars stóð hann fyrir stórfelldu vikurnámi og vikurútflutningi frá Snæfellsnesi. Hann seldi byggingarvörur og sitthvað fleira, reisti stórhúsið við Hringbraut og hafði áhuga á skógrækt og slysavarnarmálum. En skiltið utan á JL-húsinu er ekki bara til að minnast þessa gagnmerka athafnamanns, því að enn er starfandi eignarhaldsfélag undir hans nafni, stofnað árið 1942.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. SÆVAR ÞARF TVÖ STÆÐI: Þekkt er að menn sem eiga fína bíla óttist að leggja þeim í almenn stæði þar sem þröngt er og hæ...
  2. NÓATÚNSFÓLKIÐ MYNDAR: Einar Jónsson, einn af Nóatúnserfingjunum, ekur um á silfurlituðum Benz og býður eiginkonunni of...
  3. KAFFIVAGNINN 1969: Myndin birtist í dagblaðinu Vísi í mars 1969 og ekki hefur veðrið verið allt of gott þann daginn...
  4. TM Í TAKT VIÐ TÍMANN: Viðskiptafréttaritari okkar segir: Nýjasta fyrirbærið hjá fyrirtækjum er að bjóða fólki að hj...
  5. BEST OF BO: Laugardaginn 26. september verður efnt til skemmtilega tónleika í Háskólabíó þar sem Björgvin Ha...

SAGT ER...

...að DV greini frá því að fjárfestirinn og tengdasonur Björns Bjarnasonar fyrrum ráðherra, Hreiðar Már Guðjónsson, hafi beytt nafni sínu og sleppt millinafninu Már vegna þess að hann vilji ekki heita sama nafni og Seðlabankastjóri. Nær lagi er að millinafnið hafi horfið vegna þess að í fjármálaheiminum var verið að ruglast á Heiðari Má og Hreiðari Má Sigurðssyni fyrrum bankastjóra Kaupþings sem nú dvelur á Kvíabryggju en þeir félagar hafa lengst af verið miklir mátar og störfuðu lengi saman í Kaupþingi.
Ummæli ›

...að Vignir Már Lýðsson hafi tekið þessa mynd en hún sýnir Einar Ben hugsi yfir menningunni í höfuðborginni.
Ummæli ›

...að eitt það flottasta á Menningarnótt séu handgerðu slaufurnar í Verslun Guðsteins á Laugavegi. Nýju Guðsteinsslaufurnar eru íslensk framleiðsla. Hólmfríður María (1914-1989), dóttir Guðsteins Eyjólfssonar, lærði hálsbindasaum í Danmörku á fjórða áratugnum og framleiddi um áratugaskeið bindi sem seld voru í versluninni. Nýju slaufurnar eru framleiddar undir merkinu Arfur, en afkomendur Hólmfríðar og Eyjólfs, bróður hennar, reka nú verslunina, þriðji og fjórði ættliður. Í byrjun verða til sölu 25 handsaumaðar slaufur úr efnum sem Hólmfríður skildi eftir sig og að auki eftir hennar sniðum. Verð kr. 5900.
Ummæli ›

...að Margrét Hauksdóttir, eiginkona Guðna Ágústssonar, sé komin með nýja klippingu.
Ummæli ›

Meira...