RÚLLETTA OG SPILAFÍKN

  Ég er alinn upp hjá afa mínum Lárusi og ömmu minni Lovísu (Ömmu Lú). Afi elskaði rúllettu sem er borðspil með 37 tölum sem er gjarnan spilað í spilavítum (casino). Afi hafði þá kenningu að það væri hægt að finna kerfi sem gerði það að verkum að maður gæti sprengt bankan sem kallað er. Hann fór meira að segja til Monte Carlo 1925 í þeim erindagjörðum en tapaði öllu sem hann fór með.

  Ég fylgdist oft með þegar hann sat við stofuborðið og snéri litlu rúllettunni sem Lárus móðurbróður minn hafði keypt handa honum í Dannmörku. Hann þreyttist aldrei á að reyna á kerfið, sem gengur ekki, því tölurnar koma upp í bylgjum stundum kemur sama talan upp oft á stuttu tíma bili meðan önnur kemur ekki upp í yfir 100 tilraunum. Þó svo að þegar upp er staðið þá komi þær allar upp jafn oft en bara á löngum tíma en aldrei hægt að stóla á neitt.

  Ég hefi erft þennan áhuga á rúllettu, oft farið í hin ýmsu Casino í London og Þýzkalandi, stundum grætt og stundum tapað. Ég hefi skoðað spilamunstur mitt og get ekki með nokkru móti séð að ég sé spilafíkill þó svo að i eðli mínu sé ég fíkill þá er ég ekki spilafíkill. En ég þekki nokkra spilafíkla og hefi umgengist þá þannig að ég er á heimavelli þegar ég tala um spilafíkn.

  Nú kemur mergurinn málsins. Það er mér alveg óskiljanlegt hvernig þeir sem standa að útgerð spilakassa á Íslandi geti lokað augunum með köldu blóði þegar talað er um hverjir spila og hvaðan peningarnir koma. Það fara milljarðar í gegnum þessa kassa. Fólk leggur allt undir, bæði eigin eignir og annara auk andlegrar velferðar. Og það er eftir því sem ég kemst næst innan við 0.3 % þjóðarinnar sem spila.

  Ég skora á ykkur sem berið ábyrgð á þessum kössum að fara með húfu og sólgleraugu og fylgjast með hátterni þessa fólks, það er fársjúkt og hefur enga stjórn á hegðan sinni. Það er léleg afsökun að benda á hversu mikið fer í fjárhættuspil á Netinu; ég segi: Skammist ykkar! Það er fyrir neðan ykkar virðingu að taka á móti þessum peningum.

  Eins segi ég við yfirvaldið, stjórn þessa lands: Borgið þessum aðilum, Háskólanum, Landsbjörgu, Rauði krossinum, SÁÁ og hverjir svo sem njóta góðs af, álíka upphæð og þeir fá út úr því að blóðmjólka þetta veika fólk. Það er ykkar hlutverk að hugsa um velferð íbúanna.

  Ég hefi skömm á þeim sem setja kíkinn upp að blinda auganu og segjast ekki sjá neitt athugavert við þetta, þiggja þessa peninga og yppta svo bara öxlum.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing