RUKKAÐ FYRIR KLÓSETTFERÐIR Í VERSLUNARMIÐSTÖÐ

    Göngugatan í Mjódd.

    Fréttaritari í Breiðholti:

    Í byrjun næsta mánaðar verður byrjað að rukka fyrir klósettferðir í verslunarmiðstöðinni Mjódd í Breiðholti þar sem eru meðal annars eru til húsa Nettó, heilsugæsla, Bakarameistarinn, tvö apótek ofl.

    Tekið verður 200 króna gjald fyrir hverja ferð og er það fyrirtækið Sannir Landvættir sem kemur upp og sér um rukkunrbúnaðinn. Sannir Landvættir reka WC víðsvegar um borgina.

    Auglýsing