RÚBLULAGERINN TÆMDIST

    Íslendingar streyma til Rússlands á HM og urðu margir fyrir vonbrigðum því rúbluhraðbankinn í Smáralind tæmdist. Landsbankinn brást skjótt við:

    „Við erum búin að fylla á rúbluhraðbankann í Smáralind sem tæmdist í dag. Mun hraðar gekk á rúbluforða bankans en við gerðum ráð fyrir og þegar hraðbankinn tæmdist áttum við ekki fleiri rúblur á lager. Við vorum búin að panta meira og gátum því fyllt á hraðbankann nú í kvöld. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta olli. Eftir að HM lýkur getur fólk skipt rúbluseðlum aftur yfir í íslenskar krónur. Það verður þó væntanlega aðeins í boði í takmarkaðan tíma og því hvetjum við Rússlandsfara til að skipta afgangsrúblunum fljótlega eftir að heim er komið.“

    Auglýsing