ROTVARNAREFNIN Í COSTCO

    Ása og bláberin úr Costco.

    Ása Óla, sem áður starfaði sem vörubílstjóri hjá Suðurverk og Landbrot, er hissa á bláberjunum í Costco:

    “Ég keypti bláber ca. 2-3 vikum fyrir jól í Costco (núna er 11. mars svo að það sé á hreinu). Þau eru rétt núna byrjuð að láta á sjá. Aðeins byrjuð að missa ferskleikann en engin mygla sjáanleg. Hvaða rotvarnarefni ætli séu notað á þau? Þau svínvirka! Þetta er mér hins vegar umhugsunarefni,” segir hún.

    Monika Wacławek svarar henni: “Ef þú ert með ísskáp sem er með “no frost” tækni þá eru berin einfaldlega farin að verða kaldþurrkuð. Annars hef ég aldrei séð þetta. Berin mygla eftir nokkra daga hjá mér.”

    Auglýsing