RÓSIR SEM LIFA Í 16 DAGA – BARÓNESSAN ER BEST

    Rósirnar eftir 16 daga og blómakaupmennirnir á Barónsstíg.

    Þessar rósir voru keyptar á Valentínusardaginn 14. febrúar í blómabúðinni Barónessan á Barónsstíg og þær standa enn.

    “Þetta eru íslenskar rósir, án allra rotvarnarefna og þær eiga eftir að standa í 9 daga,” sagði Guðmundur A. Þorvarðarson blómakaupmaður í Barónessunni og síðan eru liðnir 16 dagar – og rósirnar næstum sem nýjar. Svona eiga kaupmenn að vera.

    Guðmundur A. Þorvarðarson á og rekur Blómabúðina Barónessan. Hann lauk þriggja ára námi í blómaskreytingum frá Iðnskólanum í Oslo 1985. Hann átti og rak Rådhusblomst í miðborg Oslóar í 13 ár. Árið 1994 flutti hann heim og stofnaði Ráðhúsblóm í Bankastræti sem hann rak til 2002 þegar hann flutti til Suður Afríku þar sem hann bjó og starfaði í 10 ár. Undanfarið hefur hann starfað sjálfstætt í blómaverkefnum þar til Barónessan opnaði 2019.

    Auglýsing