ROSALEGUR AFMÆLISDAGUR LEKTORS

  Kristinn Sigurjónsson átti afmæli í gær, 64 ára, þegar hann var umsvifalaust rekinn úr starfi sem lektor við Háskólann í Reykjavík.

  “Þetta var viðburðaríkasti afmælisdagur sem ég hef átt og hélt ég þó myndarlega upp á fimmtugsafmælið mitt með tveimur veislum, eina fyrir fjölskyldu og aðra fyrir vini og stóð hún í tvo sólarhringa,” segir Kristinn sem svipast nú um eftir góðum lögfræðingi til að verja rétt sinn gagnvart HR.

  “Ég verð fyrir miklum skaða. Bæði er þetta ákveðinn ærumissir og svo gengur maður ekki í nýtt starf fyrirhafnarlaust nýorðinn 64 ára.”

  Sjá tengdar fréttir.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinLENNON (78)
  Næsta greinSAGT ER…