ROSABAUGUR YFIR REYKJAVÍK

    “Glæsilegur rosabaugur um sólina yfir Reykjavík í gær,” segir Sævar Helgi Bragason stjörnuspekulant og bætir við: “Rosabaugar verða til þegar ískristallar í háskýjaslæðu breytir stefnu sólarljóssins um 22 gráður. Baugurinn myndast í 22 gráðu fjarlægð frá sólinni. Það þýðir að 44 sólir kæmust fyrir í röð frá miðjunni út að jaðrinum (því sólin þekur aðeins hálfa gráðu á himninum). Þetta er svo fallegt!”

    Auglýsing