ROLLING STONES EÐA BEATLES?

  If you have nothing to say, say nothing. Ég hef ekkert að segja en ætla samt að segja þetta:

  Ég er 71 árs sem þýðir að ég var nýorðinn táningur þegar The Beatles og The Rolling Stones voru að hasla sér völl snemma á sjöundaáratugnum eða in the sixties eins og það heitir á útlensku.

  Ef ég er spurður hvor, þá svara ég U2. Enda kom Bono á Búlluna við höfnina og áritað plakat sem við höfum þar uppi á vegg. Ekki það að ég fíli ekki Bítlana og Stones, I love them. Þegar ég æfi inní Laugum þá hlusta ég oftast á This is the Rolling Stones sem er svona best of í bland við þægilega blúsara sem þeir eru snillingar í að flytja.

  Uppáhalds bíó myndin mín; “I am Sam” með Sean Penn í aðalhlutiverki, snýst að miklu leyti um lög Bítlana en í fluttningi annara listamanna. Það er það sem er svo gaman að heyra; unga hljómlistarmenn taka lög annarra sem ég þekki.

  Fysta svoleiðis lagið sem skipti sköpum var þegar Joe Cocker flutti “With a little help from my friends” á Woodstockhátíðinni 1969. Ég hafði engan áhuga á Guns & Roses þangað til þeir spiluðu “Live and let die ” og “Knocking on heavens door”. Það tengdi mig við hin lögin.

  Flestar hljómsveitir sem hafa orðið heimsfrægar hafa á einhverjum tímapunkti flutt “cover lög”. Kalio gerðu Vor í Vaglaskógi listilega vel, Krummi hefur vermt efsta sætið nú um stund með Vetrarsól. Johnny Cash tók U2 lagið “One” á sinn sérstaka hátt. Jimmi Hendrix var aldeilis ófeiminn við að spila annara manna lög t.d. Bob Dylan. Bæði Stones, Bítlarnir og U2 hafa tekið annara manna lög án þess að blikkna.

  Það sem ég er að segja: það þarf enginn að skammast sína fyrir að kópíera aðra enda sagði Picasso: “Good artists copy, but great artists steal”.

  Það er sama hvaðan gott kemur.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing