RÓBERT SPANÓ TEKUR LAGIÐ – ATHUGASEMD

  Róbert Spanó forseti Mannréttindadómstóls Evrópu tekur hér lagið fyrir lögmenn í samkvæmi 2012. Hann er hörkusöngvari enda hálf ítalskur:

  Í framhaldinu hefur borist athugasemd að gefnu tilefni:

  Spanó hittir Erdogan.

  Í grein þegar Róbert Spanó tók við stöðu forseta MDE, sagði forseti lagadeildar HÍ, Aðalheiður Jóhannesdóttir, að sú staðreynd að hann væri sá yngsti (47 ára) til að gegna þessari stöðu yrði til góðs. Væntanlega ekki allir sammála nú þegar hann hefur þegið heiðursdoktorsnafnbót í eigin nafni (hann er ekki með doktorspróf í lögum) frá háskólanum í Istanbul sem hefur flæmt yfir 200 prófessora úr starfi, sem hafa opinberlega gagnrýnt stjórnvöld. Þessir fyrrverandi prófessorar eru á flæðiskeri staddir, fá hvergi starf í Tyrklandi. Hið sama gildir um þá 4500 dómara sem Erdogan hefur hreinsað út úr kerfinu. Margt af þessu fólki hefur verið fangelsað, sett í einangrun og sætt hroðalegri meðferð, ekki má gleyma blaðamönnum og öðrum sem reynt hafa að standa vörð um mannréttindi.

  Hætt er við því að framferði forseta Mannréttindadómstólsins sé syndaaflausn fyrir stjórnvöld sem fótumtroða mannréttindi í landinu þar sem sjálfs-ritskoðun er nú landlæg og fæstir þora að tjá sig.

  Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrum hæstaréttardómari gagnrýnir Robert Spano í grein í Mbl í dag fyrir að hafa þegið heiðursdoktorsnafnbót á þeim forsendum að venja sé fyrir slíku. Hið rétta væri að dómari þiggi aldrei slíkar vegtyllur úr hendi aðildarríkja. Slíkt sé á kostnað sjálfstæðis Mannréttindadómstólins og þess að hann sé óvilhallur.

  Róbert Spanó hefði ekki átt að þiggja heimboð Erdogans til Tyrklands á þessum tímum þar sem er verið að festa einræði í sessi. Það hefði verið í lagi að senda varaforseta dómstólsins til að halda samskiptaleiðum opnum. Heiðursdoktorsnafnbætur ættu að heyra sögunni til þegar um embættismenn er að ræða, starfsmenn opinberra og alþjóðlegra stofnana.

  Auglýsing