TRIXIN Í IKEA (3) – BLÝANTURINN TRYGGIR SÖLUNA

    IKEA rýnirinn skrifar

    Út um allt í IKEA geta viðskiptavinir fengið litla blýanta og minnisblöð til að skrifa niður númer og staðsetningu á vörum sem þeir ætla að taka á lagernum. Vissulega fín þjónusta. En litli blýanturinn er ekki síður verðmætur fyrir IKEA, því að þegar þú hefur skráð vöruna á blað, þá margfaldast líkurnar á að þú standir við ákvörðunina um að kaupa hana.

    En fyrst og fremst er það verðið á vörunni sem tryggir söluna. IKEA leggur gríðarlega mikið upp úr því að viðskiptavininum finnist hann vera að fá góða eða a.m.k. gagnlega vöru á góðu verði. Þess vegna skipuleggur IKEA hönnun og framleiðslu á vörum með því að byrja að verðleggja hana og vinna svo afturábak að því marki að geta staðið við verðið. Þetta getur IKEA m.a. gert vegna þess að fyrirtækið lætur framleiða fjöldan allan af vörum í milljónatali. Með risapöntunum nær fyrirtækið verðinu á hverju eintaki niður.

    Trixin í IKEA (2)

    Auglýsing