RÍKIÐ Á EKKI AÐ SKIPTA SÉR AF KYNLÍFI FÓLKS

  Þau eru í sambúð heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Af hverju á ríkisvaldið að skipta sér af kynlífi fólks? Hér áður fyrir var fólk dæmt fyrir kynlíf utan hjónabands og sambúð eða hjónaband þýddi aðeins eitt. Aðeins ein tegunda slíkra sambanda var viðurkennd þ.e. konu og karls sem áttu börn saman og komu þeim til manns.

  Steini skoðar myndavélina.

  Nú er öldin önnur. Mikill hluti barna er alinn upp af einstæðum foreldrum og fólki af sama kyni hefur sömu réttindi til að gifta sig eða vera í sambúð. Þá stunda menn alls konar kynlíf. Sumir viðurkenna að þeir séu fjölkærir og aðrir eru það án þess að viðurkenna það.

  Af hverju er þá lagalegur mismunur á samböndum eftir hvort þau snúist um kynlíf eða hagkvæmni eða hvort einstaklingar binda sitt kynlíf við eina manneskju eða ekki.

  Nú hefur Björn Leví vakið þessa umræðu með því að leggja fyrir Alþingi frumvarp um meiri fjölbreytni í sambúðarformum. Auðvitað getur karl búið með mörgum konum, kona með mörgum körlum, margar konur saman eða margir karlar saman. Margir velja slíkt sambúðarform vegna hagkvæmnissjónarmiða. Eldri konur eru sagðar ætla að deila saman heimili og hafa bæði hagkvæmni og félagsskap af því. Við þurfum að horfa á gamlar reglur opnum huga og svara spurningunni; hvaða hagsmuni er verið að verja og hvaða mismunun er réttlætanleg? Þetta varðar ekki siðferði því fólk hagar sér eins og það vill án tillits til löggjafarinnar, aðeins um afskipti ríkisvaldsins af einkalífi fólks.

  Auglýsing