RÍFA GUÐJÓNÓ Í ÞVERHOLTI

  Guðjín Ó. Guðjónsson og Þverholt 13 sem nú á að rífa. Guðjón var tengdafaðir Jóhannesar Nordal fv. Seðlabankastjóra.

  Byggingin í Þverholti 13 sem hýst hefur prentsmiðju GuðjónÓ um áratugaskeið heyrir brátt sögunni til. Sótt hefur verið um leyfi yfirvalda til að rífa húsið og byggja þar nýtt með 38 íbúðum.

  Prentsmiðja GuðjónÓ hefur sameinast Litróf og Prenttækni og er með höfuðstöðvar að Vatnagörðum 14. Hér getur að líta umsókn sem lögð var fram í síðustu viku hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur:

  Þverholt 13 (fsp) breyting á deiliskipulagi. Lögð fram fyrirspurn ASK Arkitekta ehf. dags. 4. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 4. janúar 2021 um breytingu á deiliskipulagi Einholts/Þverholts, reitir 1.244.1 og 1.244.3, vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt, reitur C, sem felst í að fjarlægja byggingu á lóð og reisa íbúðarhús í staðinn, með að hámarki 38 íbúðum, í samræmi við íbúðarhús á reitum E og F í gildandi deiliskipulagi , samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta ehf. dags. 11. desember 2020.

  Prentsmiðja Guðjóns Ó. Guðjónssonar var smáprentsmiðja í Reykjavík, sem starfaði 1925-1927. Hún var síðan flutt til Vestmannaeyja en hluti hennar seldur. Eigandi hennar, Guðjón Ó. Guðjónsson (1901-1992) prentari, vann næstu árin í Ísafold og Herbertsprenti. Hann hóf bókaútgáfu 1921 og rak hana í rúm 50 ár. Guðjón stofnaði Prentstofu GuðjónÓ (síðar Prentsmiðju GuðjónÓ hf) 1955 og rak hana til 1985. Hrafnkell Ársælsson (1938-) var þar framkvæmdastjóri 1975-1985. Prentsmiðjan var síðan rekin áfram og Sigurður Nordal (1956-) tók við sem framkvæmdastjóri. Hann keypti Víkingsprent, Umslag og Prentsmiðjuna Viðey á árunum 1987-1990.
  Prentsmiðjan varð síðan gjaldþrota árið 1992, en þrír starfsmenn hennar stofnuðu þá prentsmiðjuna Hjá GuðjónÓ og starfar hún enn í samvinnu við Litróf og Prenttækni sem fyrr sagði.

  Auglýsing