REYNA AÐ SVINDLA Í COSTCO

    Kolla Ólafs eftir Costcoferðina.

    Kolla Ólafs var ekki ánægð eftir Costcoferð enda lenti hún nánast í hremmingum vegna þess að búið vara að færa til verðmiða sem setti allt í rugl:

    „Var að versla í Costco fyrir örfáum mínútum og er orðin mjög óánægð með þjónustuna hjá þeim. Ætlaði að kaupa mjólkina (Just Milk) og var verðið á vörunni í kælinum 659 krónur á bæði rauðu og grænu. Á kassanum var ég rukkuð 1159 krónur fyrir rauðu. Svo ætlaði ég að kaupa pepsi 1/2 lítra x 24, verð var aðeins á Pepsi Max 1299 krónur. Pepsi kom á 1800 krónur á kassanum. Þegar ég talaði við konuna á kassanum og sagði henni verðið sem var á vörunni inn í búð sagði hún að kúnnarnir væru að færa verðskiltin. Þetta finnst mér lélegt og er ekki sátt.”

    Auglýsing