REYKJAVÍK ILLA STJÓRNAÐ SEGIR RÁÐHERRA

“Það er sárt að sjá hvernig Reykjavík er stjórnað,” segir Áslaug Arna nýsköpunarráðherra og lætur svo vaða:

“Það ætti að vera hægt að líta til Reykjavíkurborgar, höfuðborgarinnar, sem fyrirmyndar en það er þó alls ekki þannig. Ég myndi segja að Reykjavík væri stjórnað í hróplegu ósamræmi við mína hugmyndafræði. Þar er engin forgangsröðun, borgin er illa rekin, skattar í hámarki, ekkert valfrelsi og grunnþjónustan er vanrækt – hvort sem litið er til leikskólaplássa, snjómoksturs eða viðhalds á húsnæði. Þetta hefur áhrif á lífsgæði og margt ungt fólk með börn kýs að flytja annað.”

Auglýsing