LÉTTA LEIÐIN TIL VALDA – VERTU SJÓNVARPSSTJARNA

Gamall fréttahaukur skrifar:
Einar Þorsteinsson er sá nýjasti sem fer léttu leiðina til að ná kjöri, með því að fara ferskur í huga kjósenda beint úr sjónvarpi í framboð. Hann er örugglega ekki sá síðasti sem fetar þá leið og fyrirrennarar hans í þessum efnum eru fjölmargir. Mestur hefur áhuginn einatt verið á því að fara úr sjónvarpinu beint inn á Alþingi.
Hér er stutt samantekt um fólk sem hefur hlotið kjör í framhaldi af því að hafa gert sig kunnuglegt með störfum í sjónvarpi:
Markús Örn Antonsson, fréttamaður
Eiður Guðnason, fréttamaður
Ólafur Ragnar Grímsson, dagskrárgerð
Kristján Eldjárn, dagskrárgerð
Vigdís Finnbogadóttir, dagskrárgerð
Ari Trausti Guðmundsson, dagskrárgerð
Elín Hirst, fréttamaður
Erna Indriðadóttir, fréttamaður
Páll Magnússon, fréttamaður
Karl Garðarsson, fréttamaður
Markús Á. Einarsson, veðurfréttamaður
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fréttamaður
Róbert Marshall, fréttamaður
Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður
Steingrímur J. Sigfússon, íþróttafréttamaður
Ögmundur Jónasson, fréttamaður
Auglýsing