REKINN AF FRÉTTABLAÐINU – FÆR EKKI FRÉTTABLAÐIÐ

    Pjetur Sigurðsson, einn reyndasti fréttaljósmyndari landsins, er með játningu helgarinnar þegar hann rifjar upp þegar honum var sagt upp hjá 365 miðlum en þar hafði hann stjórnað ljósmyndadeildinni um árabil:

    “Ég hef nú aldrei tjáð mig um það þegar mér var sagt upp á 365 fyrir um tveimur árum síðan. Það er hins vegar sturluð staðreynd sem mér barst til eyrna frá fyrstu hendi nú nýlega að þegar mér var sagt upp þá var send beiðni til blaðbera að ég fengi ekki Fréttablaðið í póstkassann minn. Hversu galið er þetta? Mér er reyndar drullusama, en galið engu að síður. Einhverri konu líður ekki vel.”

    Auglýsing