REIKNINGSSKIL Í ÓLAGI Á SKÍÐASVÆÐUM

    Flest fyrirtæki og stofnanir reyna að hafa reikningum sínum eftir reglum um bókhald og bókhaldsskil en svo virðist ekki vera á ópinberum skíðasvæðum.

    Á síðasta fundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vakti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi máls á framsetningu ársuppgjörs vegna reksturs skíðasvæðanna fyrir árið 2018 og benti á að hún væri ekki í samræmi við hefðbundin reikningskil. Stjórn SSH ályktaði og er sammála um að bæta þurfi úr framsetningu reikningsskilanna og óska eftir því að forstöðumaður ÍTR sjá til þess að úr því verði bætt.

    Auglýsing