RAUÐVÍNSOKUR Á VOX

    “Nú blöskrar mér. Við fórum á VOX restaurant á laugardaginn s.l. í hádegisverðahlaðborð. Maturinn var frábær, ekkert út á hann að setja,” segir Thulin Johansen, athafnamaður föðurbróðir Svövu í Sautján, en honum var ekki skemmt þegar kom að rauðvíninu:

    “Með þessu drukkum við sitthvort glasið af rauðvíni sem kostaði kr. 3.300.- pr. glas. Tvö glös 6.600. Þvílík verðlagning. Ég fór strax og keypti mér flösku sömu tegundar í ÁTVR á kr. 3.990.- flaskan. Er hægt að bjóða fólki uppá svona dónaskap. Mér finnst að fóllk ætti að taka sig saman og sniðganga þá staði sem féfletta viðskiptavini sína svona rosalega. Verða verðlagsyfirvöld og Neytendasamtökin ekki að taka í taumana?”

    Auglýsing