RANGLÆTI ELÍTUNNAR

  "Enga græðgi!" heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Stjórnmálafræðingur skilgreindi popúlista sem þá sem taka sér orðið elíta oft í munn. Það eru ótrúlega margir sem vilja styðja slíka flokka. Tilfinningin um ósanngjarna skiptingu auðsins getur brotist út í andfélagslegum hugsunum og gerðum. Þjóðfélagið verður verra bæði fyrir þá sem eru í elítunni og hina sem eru utan hennar.

  Steini skoðar myndavélina.

  Samkvæmt stjórnarskrá eiga allir að njóta sömu réttinda af hálfu ríkisins. Við höfum fundið spillingalyktina af útboði Vegagerðarinnar á brú yfir Fossvog. Opið var fyrir matskenndar ákvarðanir og fyrirtækið Efla var margtengt starfsmönnum stofnunarinnar. Þetta er ekki eina ólyktin sem fundist hefur úr þeim herbúðum og því miður ekki eina stofnunin sem lyktar.

  Það er einmitt spilling sem skapar tilfinningu fyrir ranglæti eða elítu. Hún er ekki bara slæm vegna þeirra fjármuna sem tapast heldur ekki síður að hún eyðileggur friðinn í samfélaginu og kallar á öfgafullar stjórnmálastefnu. Þarna festum við hendi á ólyktinni.

  Það krauma kenningar um víðtæka spillingu og þar sem er reykur eru miklar líkur á glóð undir. Ég veit um spillinguna frá eigin starfrækslu.  Við verðum að berjast með öllum ráðum gegn slíku.

  Auglýsing