RÁNDÝR PÓSTUR

  Á ýmsu gengur hjá Íslandspósti sem reynir að halda sjó með því að verðleggja sig hátt:

  Ég pantaði merkimiða frá Bretlandi til að merkja föt sona minna. Þetta var örþunnt umslag sem kemst inn um hvaða póstlúgu sem er og átti ég að greiða 3.850 krónur í póstburðargjald sem mér finnst ansi blóðugt,” segir Berglind Kristinsdóttir.  

  Sigurbjörn Marinósson er með annað dæmi: “Sendi 500 gr. af steiktum lauk til USA. Sendingargjaldið ca. 5.000 krónur.

  Og svo segir Eiríkur Jónsson farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Íslandspóst: “Reyndi í tvígang að senda syni mínum litla krukku með húðkremi til Kína og greiddi mörg þúsund krónur fyrir í bæði skiptin. Hvorug sendingin skilaði sér og engin skýring á.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinBRANSON (69)