RÁNDÝR MÚS

    Helga

    “Elsku mamma var svo óheppin að það komst mús inn til hennar. Hún var ekki alveg hress með það og kallaði eftir hjálp,” segir Helga Helgadóttir og þá byrjuðu ósköpin fyrir alvöru:

    “Hringt var í meindýraeyði en greinilega ekki þann rétta. Hann stoppaði í 10 mínútur og setti límgildrur. Langaði bara að vara fólk við þessu fyrirtæki sem rænir fólk í neyð. Ef hefði verið haft samband við Reykjavikurborg þá senda þeir mann frítt. Meindýravarnir Reykjavikurborgar = 0 krónur en ekki Meindýravarnir Reykjavíkur = 92.295 krónur. Símanúmerið  er 5811888.”

    Auglýsing