RÆKTUN STEFÁNS KARLS LIFIR Á FABRIKKUNNI

    Stefán Karl Stefánsson. Nafnið eitt vekur hlýjar tilfinningar,” segir Jóhannes Ásbjörnsson, Jói á Fabrikkunni, og heldur áfram:

    “Fyrir þó nokkru ræsti Hamborgarafabrikkan lítið verkefni með Stebba. Það náðist ekki að klára það áður en að hann kvaddi. En líkt og bragðgóðu grænspretturnar þá þurfa verkefni bara vatn og varma til að geta blómstrað.

    Við ætlum að búa til hamborgara þar sem spretturnar hans Stebba verða í aðalhlutverki. Eyþór Rúnarsson undrakokkur ætlar að aðstoða okkur við sköpunina. Við erum rétt að byrja en ætlum að leyfa ykkur að fylgjast með.”

    Steinunn Ólína, Soffía Steingríms og Jói á undirbúningsfundi.
    Auglýsing