RÁÐSTEFNUKOSTNAÐUR VEGNA VELSÆLDAR OG METOO

  Borist hefur svar frá forsætisráðuneytinu vegna fyrirspurnar um kostnað vegna tveggja ráðstefna á vegum ráðuneytisins; um velsældarhagkerfið og Metoo:

  Raunkostnaður vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um velsældarhagkerfið liggur ekki fyrir en er gróflega áætlaður um 1,1 millj. kr. Um 180 manns sóttu ráðstefnuna sem haldin var í Háskóla Íslands 16. september sl. Fyrirlesarar voru, auk Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þau Angel Gurría, framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), Derek Mackay fjármála- og efnahagsráðherra Skotlands, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
   
  Alþjóðleg ráðstefna um Metoo var haldin sem liður í formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni fyrir árið 2019. Um 720 manns og yfir áttatíu fyrirlesarar, þar af um 60 erlendir, úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga tóku þátt í ráðstefnunni sem stóð yfir í Hörpu frá 17.-19. september sl. Ráðstefnan var samstarfsverkefni ólíkra fagsviða innan Norrænu ráðherranefndarinnar sem jafnframt lögðu henni til fjármagn, samtals tæpar 25 millj. kr. (1.890.000 danskra króna). Af fjárveitingu Norrænu ráðherranefndarinnar eru greidd laun tveggja verkefnastjóra sem unnu að undirbúningi ráðstefnunnar. Að auki lagði ríkisstjórn Íslands til 10 millj. kr. til ráðstefnunnar. Raunkostnaður ráðstefnunnar liggur ekki fyrir en gert er ráð fyrir að hann verði innan ofangreindra fjárveitinga.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…