RÁÐNINGARBANN FRAMHJÁ BISKUPI

    Séra Sindri og biskupinn.

    “Fyrir 5 árum störfuðu 10 prestar á samstarfssvæðinu í kringum Akureyri. Nú erum við 6. Á undanförnum 3 árum hafa 4 farið í veikindaleyfi vegna álags og ekki allir komið aftur til starfa. Í minni kirkju stefnir í 100% fjölgun á athöfnum og sálgæsluviðtölum milli ára,” segir Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri.

    “Sama hvað fréttum af fækkun í kirkjunni líður er það ekki staðreynd að starfið minnki eða að fólk leiti minna til kirkjunnar, sama hvort það er í henni eða ekki. Eins er fólki að fjölga hér á svæðinu svo við sem erum eftir þurfum að hlaupa hraðar. Þetta skrifast á kirkjuþing sem fór framhjá biskupi og setti ráðningarbann í sumar og kemur þannig í veg fyrir að hægt sé að mæta akút vanda eins og hér á Akureyri þar sem við sem höldum enn andlegri heilsu eigum bara að bera svæðið uppi. Ef það er kirkjuþingsfólk að fylgjast með megið þið alveg hugsa ykkar gang og draga þetta ráðningarbann til baka þegar þið fundið nú undir lok mánaðar.”

    Sjá tengda frétt. 

    Auglýsing