RÁÐHERRA SELUR HÚS

  Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og eiginkona hans, Guðbjörg Ringsted, hafa sett einbýlishús sitt á Ásvegi 23 á Akreyri á sölu. Reisulegt. stílhreint hús, byggt 1956 og vilja hjónin fá 85 milljónir fyrir sem þætti lítið í Reykjavík.

  Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara og sambyggðum bílskúr. Ásvegur er miðsvæðis í rólegri botnlangagötu á Akureyri.
  Eignin skiptist í anddyri, hol, snyrtingu, forstofu/geymslu, þvottahús, búr og bílskúr. Eldhús, borðstofa og stofa á 1. hæð. Í kjallara er geymsla, rými sem er nýtt sem vinnuaðstöðu og hvíldarrými og þar fyrir innan er baðhús. Á 2. hæð eru fimm svefnherbergi, hol og baðherbergi.

  Glæsilegt anddyri.

   

  Huguleg stofa.

   

  Sæt borðstofa.
  …og sauna í kjallaranum.
  Auglýsing