RÁÐHERRA Í STRÍÐ VIÐ BANKARUGLIÐ

    “Þessar eilífu hækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja eru óþolandi,” segir Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og honum er heitt í hamsi:

    “Ríkisbankinn fremstur í flokki að hækka laun á sama tíma og aðrir eru varaðir við vegna kjarasamninga. Bankasýsla ríkisins og bankaráð Landsbankans verða að sýna það í verki að þeim sé treystandi til að stýra fyrirtækjum í almannaeign. Ef ekki þá verða stjórnvöld að grípa inní með lagabreytingum. Í hreinskilni sagt þá fer þolinmæði mín þverrandi gagnvart þessu rugli.”

    Sjá nánar hér.

    Auglýsing