PÚTÍN FÉLL Í HÆGÐUM SÍNUM

Pútin í tröppunum.

Athugull sendir póst:

Erlendir fjölmiðlar hafa eftir heimildum úr innsta hring í Kreml að Pútín Rússlandsforseti hafi hrasað í tröppum á heimili sínu, fallið á rófubeinið og misst hægðir í leiðinni.

Þessar upplýsingar hafa ratað inn á Telegram samskiptamiðilinn og eru sagðar koma frá einhverjum sem tengist lífvarðasveit forsetans.

Samkvæmt fréttunum glímir Pútín annaðhvort við krabbamein í meltingarfærum eða svæsnar meltingarfæratruflanir. Fallið í tröppunum var nógu harkalegt til þess að vegna þessara kvilla varð Pútín saurlát. Aðstoðarmenn drifu forsetann fyrst upp í sófa meðan hann jafnaði sig og svo inn á bað til að skipta um föt og þrífa.

Hver fjölmiðillinn á fætur öðrum á Vesturlöndum hefur birt umrædda frétt, en þegar þetta er ritað hefur ekki einn einasti íslensku fjölmiðill gert það. Enda eru þeir afar vandir að virðingu sinni og gæta þess að móðga ekki erlenda leiðtoga.

Tengd frétt.

Auglýsing