PRÓFESSOR Í ÓJÖFNUÐI

  Fyrst voru flestir á Íslandi jafn fátækir, svo urðu flestir jafn vel settir en á þessari öld skaust efnamikil elíta fram úr öllum hinum. Svona lýsir Stefán Ólafsson prófessor í þjóðfélagsfræði við HÍ þróun ójafnaðar á Íslandi í nýrri bók sem var að koma út.

  Það er ekki á hverjum degi sem út koma bækur um það sem farið hefur á verri veg í þjóðfélaginu, nema kannski útkallsbækurnar. Meira að segja bækur um stríðsárin á Íslandi lýsa uppgangi og velsæld. En niðurstaða Stefáns og meðrithöfundar hans Arnaldar Sölvar Kristjánssonar er sú að eftir síðustu aldamót hafi þjóðfélagsgerðin í raun snappað og ójöfnuður aukist gríðarlega. Sumir urðu jafnari en aðrir, svo vísað sé til Dýrabæjar George Orwell.

  Vafalítið er Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við félagsvísindadeild HÍ, þeirrar sömu og Stefán starfar við, að skrifa ritdóm um bókina í þessari andrá. Það hefur andað ísköldu milli þeirra Hannesar og Stefáns árum saman, þannig að vafalítið mun Hannes gefa bókinni fullt hús – af hauskúpum.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSKÚLI Á 29 BMW
  Næsta greinSAGT ER…