PRESTUR KÚGAÐUR Á BLACK FRIDAY

    “Fyrir 4 árum deildi ég myndum af verðmiðum og sögu á Facebook um fyrirtæki sem hækkaði verð fyrir Black Friday og feikaði afslátt. Fór á flug og framkvæmdastjóri fyrirtækisins hringdi um kvöldið. Hótaði að hætta að styrkja góð málefni mér tengd. Ég eyddi statusnum,” segir Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri.

    “Hversu mikið trash samt að hóta að hann gæti þurft að endurhugsa stuðning við hjálparstarf kirkjunnar ef ég eyddi þessu ekki. En það virkaði að minnsta kosti. Velti fyrir mér hvort stuðningur við góð málefni sé bara sýndarmennska og ímyndarherferð ef það er hægt að nota það sem kúgunartæki þegar bent er á að fyrirtækið svíni á viðskiptavinum. Stærsta barátta þessa kvölds er að bíta í tunguna þegar mig langar helst að name and shame.”

    Auglýsing