Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


BUBBI GAGNRÝNIR RÚV

Lesa frétt ›INGIBJÖRG SÓLRÚN STENDUR Í STÓRRÆÐUM

Lesa frétt ›ÞÚSUND ÞORSKAR Á FÆRIBANDI 1975

Lesa frétt ›HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV

Lesa frétt ›ÓSKEMMTILEG LENDING – VILJANDI 

Lesa frétt ›VERÐHÆKKANIR Í BÓNUS Á 5 ÁRUM

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að athafnaskáldið Ármann Reynisson verði með útgáfuveislu í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 3, 113 Reykjavík á fimmtudaginn klukkan 17:00 í tilefni af útgáfu á Vinjettur XIV. Þetta verður glæsipartý.  

Ummæli ›

...að langskemmtilegasti og besti þátturinn á Rás 1 Ríkisútvarpsins sé hættur. Staður og stund með Svavari Jónatanssyni bar höfuð og herðar yfir aðra þætti - líklega vegna þess að í hann var lögð alvöru vinna. Mættu hlustendur fá að vita ástæðuna?
Ummæli ›

...að tónlistin í kvikmyndinni Afinn haldi henni saman á sinn melódíska hátt þó fæstir taki eftir því í bíósalnum - en hún er eftir Frank Hall, nýráðinn forstöðumann á Rás 2.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. HELGI PÉ LÁTINN FJÚKA Á RÚV: Helgi Pétursson, fjölmiðlamaðurinn ástsæli, sinnir ekki lengur þularstörfum fyrir Ríkisutvarpið....
  2. STEINDI STELUR SENUNNI: Steindi júníor stelur senunni í nýjustu íslensku kvikmyndinni, Afanum, og er töluvert því allir ...
  3. INGIBJÖRG SÓLRÚN STENDUR Í STÓRRÆÐUM: Öflugar vinnuvélar hamast af krafti á lóðinni á Bárugötu 35 þar sem verið er að rífa upp jarðveg...
  4. ÞINGMAÐUR TRÚLOFAST: Haraldur Einarsson, þingmaður Framsóknarflokksins frá Selfossi, og Birna Harðardóttir háskólanem...
  5. FJÓRIR BORGARSTARFSMENN Í VINNUNNI: Myndskeyti var að berast: --- Fjóra borgarstarfsmenn þurfti til að festa litla sorptunnu á...

SAGT ER...

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor hafi tilkynnt um brotthvarf sitt úr starfi til að undirbúa forsetaframboð en daginn eftir kom Mjólkursamsöluskandallinn upp þar sem Einar Sigurðsson, eiginmaður hennar, er forstjóri og og þar með var draumurinn úti. Svipað hefur gerst áður í forsetakosningum.
Ummæli ›

...að eigendur hjólbarðaverkstæða fagni haustinu líkt og börn jólunum.
Ummæli ›

...að Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor og Einar Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar séu hjón. Kristín hefur lýst því yfir að hún sé að hætta en Einar ekki.
Ummæli ›

  ...að Bette Midler sé að gefa út sína fyrstu plötu í átta ár, It´s The Girls! Bette verður sjötug á næsta ári.
Ummæli ›

Meira...