Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


SNJÓFLÓÐ AF MANNAVÖLDUM Í HLÍÐARFJALLI

Lesa frétt ›BRJÁLAÐI EFNAFRÆÐINGURINN TIL ÍSLANDS

Lesa frétt ›AFSTÆÐ ÁNÆGJA

Lesa frétt ›DRAUMUR MEÐ DELTA

Lesa frétt ›FYRIRGEFÐU – ÉG VAR FULLUR

Lesa frétt ›ÍSLENDINGUR Í SENDIRÁÐI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að það hafi aldeilis verið lognið í Reykjavík og nágrenni í morgun.
Ummæli ›

.........?
Ummæli ›

...að viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hafi unnið réttinn til þess að halda European Academy of Management (EURAM) ráðstefnuna á Íslandi árið 2018. EURAM ráðstefnan er ein stærsta ráðstefna á sviði viðskiptafræða í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi. Áætlað er að um 1.200 - 1.400 gestir sæki ráðstefnuna.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. NAKTIR TÚRISTAR Í FÓTABAÐI: Þessir túristar hafa fengið röng skilaboð um notkun fótabaðsins út á Seltjarnarnesi sem er útili...
  2. ÍSLENDINGUR KLUMSA Í PATAYA: "Ég hef oft komið þangað áður en nú var allt tómt. Enginn túristi," segir reykvískur athafnamaðu...
  3. FYRIRGEFÐU – ÉG VAR FULLUR: Leikhópurinn Artik er að hefja söfnun á Karolinafund vegna heimildarverks sem þau eru að vinna a...
  4. SNJÓFLÓÐ AF MANNAVÖLDUM Í HLÍÐARFJALLI: Á morgun verður haldin svokölluð „samæfing viðbragðsaðila“ á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Að þes...
  5. KRÓNAN SÆKIR Á BÓNUS: Frá fréttaritara okkar í Hafnarfirði: --- Nú risaverslun Krónunnar er að rísa í Helluhrauni í ...

SAGT ER...

...að þessi bók sé dýpri en margar aðrar, skrifuð af Henning Mankell á banabeðinu um alvarlegar sögur um lífsgleðina einu en Mankell er þekktastur fyrir sögurnar um Wallander lögregluforingja í Ystad í Svíþjóð en lést fyrir skemmstu úr krabbameini sem uppgötvaðist óvart þegar hann var sendur í röntgenmyndatöku eftir minniháttar umferðarslys.
Ummæli ›

...að margir sakni gömlu Lux sápunnar sem ilmaði svo vel, var til í mörgum litum og kallaðist þannig á við litina á baðherbergisflísunum. Kaupmenn höfðu þá reglu að panta einn kassa af hverjum lit en tvo kassa af hvítri sápunni því hún seldist helmingi meira en hinar.
Ummæli ›

...að athafnaskáldið Bjarni Haukur Þórsson, þekktur úr Hellisbúanum og öðru, sé að hasla sér völl í Svíþjóð með nýju verki sem frumsýnt verður í Kulturhuset í Stokkhólmi 21. maí. Á sænsku? Ekkert mál. Bjarni Haukur er kvæntur sænskri.
Ummæli ›

...að tölvudólgar hafi gert árás á vefinn eirikurjonsson.is í nótt með þeim fleiðingum að hann hrundi og er þetta þriðja árásin á tiltölulega stuttum tíma. Langan tíma tók að ná vefnum upp og vann tæknimaður að því sleitulaust svo klukkustundum skipti. Verulegt fjártjón hlýst af árásum af þessari stærðargráðu og verður allra leiða leitað til að finna sökudólgana og endurheimta þann kostnað sem af hefur hlotist. Settar hafa verið upp varnir til að verjast frekari árásum en þær hafa hingað til lítt dugað.
Ummæli ›

Meira...