Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


PÁSKAEGGIN HJÁ SILLA & VALDA

Páskaeggjaúrval í matvöruverslun Silla og Valda, 14. apríl 1954. Myndina tók Pétur Thomsen og er hún ljósmynd vikunnar hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem lætur fylgja með langan myndatexta...

Lesa frétt ›SÓLPALLUR VIÐ KAFFIVAGNINN

Nýir eigendur Kaffivagnsins á Granda hafa fengið leyti til að byggja pall sunnanvert við veitingastaðinn sem mun skaga fjóra metra á haf út...

Lesa frétt ›GULLMOLI Í GULLENGI

Ekki er allt sem sýnist í Grafarvogi. Í fjölbýlishúsi við Gullengi er þriggja herbergja íbúð til sölu á þriðju hæð – án hliðstæðu á rétt 24 milljónir króna. Naglfastar innréttingar fylgja að sjálfsögðu en ekki er vitað um hitt...

Lesa frétt ›PÁSKAHRETIÐ LIGGUR Í LOFTINU

Fólk er misjafnlega veðurglöggt og skýrar upplýsingar um hvað er í vændum í þeim efnum skipta miklu þegar páskarnir ganga í garð með tilheyrandi frídögum og ferðalögum...

Lesa frétt ›RÚV FER RANGT MEÐ

Ríkisútvarpið tekur upp fréttir sem hér hafa birst á síðunni að undanförnu um átök í stjórnarkjöri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og getur heimilda – ranglega...

Lesa frétt ›SÆGREIFINN SPRAKK

Ferðamannastraumurinn í Reykjavík er þvílíkur að Sægreifinn hreinlega sprakk í gærkvöldi. Ekki pláss fyrir fleiri – sorry...

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Björgvin Halldórsson hafi skipt um prófílmynd á Facebook - flottur þarna.
Ummæli ›

...að hundar séu orðnir jafn dýrir í innkaupum og góðir reiðhestar.
Ummæli ›

...að þetta sé snemmbúið páskafrí hjá hinu opinbera - Útlendingastofnun.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KRÁAREIGANDI Í STRÍÐ VIÐ SIMMA OG JÓA: Jón Mýrdal, vert á veitingastaðnum Bravó á horni Laugavegar og Klapparstígs, hefur keypt veiting...
  2. AUGLÝSIR LJÓT HÚS TIL SÖLU: "Þetta er bara mín skilgreining á eignunum, mér finnst húsin ljót og auglýsi þau þannig. Ég er h...
  3. BIRKIR JÓN BÆJARSTJÓRI: "Kornungur tvíburafaðir með mikla reynslu þó hann sé ekki nema rétt rúmlega þrítugur," segja fra...
  4. ÞÓRI KASTAÐ ÚT: Allt logar enn í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar eins og hér kemur fram í nýju fréttaskeyti frá inn...
  5. SKAMMAR KENNARA FYRIR SÓÐASKAP: "Sjálfsagt að styðja kennara og þakka þeim fyrir að kenna okkur að lesa. En hver kennir borgarbö...

SAGT ER...

...að breskur ísframleiðandi bjóði nú upp á ís með Viagra stinningarlyfinu - 25 milligrömm í hverri kúlu. Smellið hér.
Ummæli ›

...að handboltastjarnan Vignir Svavarsson og eiginkona hans, Berglind Halla Elfudóttir, ætli að halda síðbúna brúðkaupsveislu fyrir vini sína á sveitasetri í nágrenni höfuðborgarinnar í sumar.
Ummæli ›

...að grænmetisætur vinni nú að því að fá lögverndað heitið grænkerar - hljómar betur.
Ummæli ›

...að margir fastagesta Vesturbæjarlaugarinnar hafi þurft frá að hverfa síðdegis á laugardegi vegna bílastæðaskorts og biðraðar í miðasölu - þvílíkar eru vinsældar nýja fjölskyldupottsins sem dregur jafnvel fólk úr úthverfum vestur í bæ. Sumir reyndu að fara í Sundhöllina við Barónsstíg í staðinn en hún lokar klukkan fjögur á laugardögum og því enduðu flestir í Breiðholtslauginni - hvað svo sem verður í framtíðinni.
Ummæli ›

Meira...