Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


FLÓTTAMENN Í KLIPPINGU Á HLEMMI

Lesa frétt ›ER ÞETTA TILVILJUN?

Lesa frétt ›FYRIRSÖGN SUMARSINS

Lesa frétt ›LÁRA SÓLEY SLÆR Í GEGN

Lesa frétt ›SLEIPIEFNI BRAGÐPRÓFUÐ Í BEINNI

Lesa frétt ›STAÐIÐ Á HAUS Á PATRÓ

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Coca-Cola hafi aðlagað 100 ára afmælisherferð glerflöskunnar að íslenskum aðstæðum í ljósi vinsælda Coke í gleri hér á landi. Glerflaskan góðkunna kom fyrst hingað til lands með bandaríska hernum árið 194 Á meðal þekktra Íslendinga sem birst hafa í auglýsingunum undanfarið er Unnur Steinsson, fyrrverandi fegurðardrottning. Í viðtali árið 2012 sagði Unnur frá því að þegar hún var ung hafi draumurinn verið að leika í Coca-Cola auglýsingu, sem „voru alltaf svo flottar og glæsilegar“. Sagði hún þá að óskin hefði ekki ræst og má því segja að með 100 ára afmælisherferðinni hafi gamall draumur Unnar orðið að veruleika.
Ummæli ›

...að Auðunn Atlason sendiherra Íslands í Vinarborg sé að brillera í borginni og komi þar fram í sjónvarpsþáttum þar sem fjallað er um daglegt líf. Sjá mynd.
Ummæli ›

...að Jón Ormur Halldórsson, einn helsti sérfræðingur Íslendinga á sviði alþjóðastjórnmála, hafi sent frá sér bókina Breyttur heimur þar sem hann varpar ljósi á ýmsar óraflóknar og hnattrænar átakalínur okkar tíma og sýnir þær sem samhangandi og skiljanlega heild. Jón Ormur hefur í áratugi unnið í ólíkum löndum Asíu og Evrópu, stundað kennslu og fengist við rannsóknir á margvíslegum þáttum alþjóðamála, ekki síst efnahagslegum og pólitískum uppgangi nokkurra af stærstu ríkjum Asíu, átökunum í Mið-Austurlöndum, þróun alþjóðakerfisins og áhrifum heimsvæðingarinnar á atvinnulíf, stjórnmál og menningu í heiminum. Jón Ormur er fyrrverandi eiginmaður Jónínu Leósdóttur núverandi eiginkonu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi forsætisráðherra.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. GÍSLI MEÐ BÍL FYRIR KRÚTTIN: Gísli Gíslason lögfræðingur og rafbílasali er á leið til Indlands til að skrifa undir samning um...
  2. ELLERT SCHRAM Í KVIKMYNDABRANSANUM?: Frá fréttaritara okkar á Ægisíðu: --- Inngangurinn í glæsihús Ellerts Schram við Sörlaskjó...
  3. FYRIRSÖGN SUMARSINS: Svanur Már Snorrason blaðamaður á fyrirsögn sumarsins í viðtali við Bryndísi Björgvinsdóttur, margve...
  4. GULLSANDUR – MUST SEE!: Þeir voru ánægðir bíógestirnir sem gengu út úr Regnboganum á Hverfisgötu síðdegis á laugardag ef...
  5. HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Í LAUGARNESIÐ: Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri er til í að rífa hús sín á Laugarnestanga ef það gæti leyst d...

SAGT ER...

...að karlakórinn Fóstbræður sé farinn að hita upp svo um munar fyrir vortónleika ársins.
Ummæli ›

...að fyrsta bókauppboð ársins fari nú fram á vefnum Uppbod.is en Gallerí Fold og Bókin ehf Klapparstíg 25-27 standa sameiginlega að því. Boðnar eru upp um 130 bækur að þessu sinni og kennir þar ýmissa grasa. Gott úrval er af myndlistarbókum á uppboðinu, m.a. gömlu myndlistarbókunum um Kjarval, Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson. Þá eru góð eintök af fallegu bókunum sem Franz Ponzi tók saman, Ísland á nítjándu öld og Ísland á átjandu öld á uppboðinu en báðar bækurnar prýða mikill fjöldi einstakra samtímamynda. Báðar bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Bækurnar á bókauppboðinu eru margar bundnar inn af íslenskum bókbandsmeisturum. Uppboðinu lýkur 3. maí.  
Ummæli ›

...að jólaljósin séu enn uppi hjá Magnúsi Scheving í Latabæ - Latibær?
Ummæli ›

...að Sigurður Örn Brynjólfsson skopmyndateiknari í Tallin í Eistlandi sendi myndskeyti:  Geir Hallgrímsson var ekki hræddur við bandaríska fánan líkt og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag. (Geir Hallgrímsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri eins og svo margir sem á eftir fylgdu - frábær náungi reyndar).  
Ummæli ›

Meira...