Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


GALDURINN VIÐ LANGLÍFI

Lesa frétt ›STEINI BRÝNIR FRAMSÓKN

Lesa frétt ›BJARNI SLÖKKTI Á SÍMANUM OG SIGURÐUR INGI FÓR Á FJÖLL

Lesa frétt ›GUÐMUNDUR TIL FENEYJA

Lesa frétt ›MERCURY COMET Á TÚNGÖTU

Lesa frétt ›HOLLYWOODSTJARNA í 66°NORÐUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Eiðurinn, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verði heimsfrumsýnd á hinni virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Toronto. Myndin verður sýnd í Special Presentations hluta hátíðarinnar. Toronto hátíðin fer fram frá 8. – 18. september. Eiðurinn segir af hjartaskurðlækninum Finni sem þykir skara fram úr í starfi sínu. Þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar.
Ummæli ›

...að ef marka má þessa kynningu hjá dv.is þá er líf eftir dauðann.
Ummæli ›

...að búið sé að setja upp þessa fínu ryksugu og loftdælu á bensínstöð N1 í Ólafsvík.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
  2. SYKURLEYSI SÆLKERANS – BYLTING: "Svona fer sykurleysið með mann," segir sælkerinn, matgæðingurinn og meistarakokkurinn Nanna Rög...
  3. SIGGA HLÖ II HAFNAÐ: Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó o...
  4. BERGLIND SEND Í “FRYSTI”: Úr diplómatadeildinni: --- Sá íslenski sendiherrann sem mest hefur borið á á undanförnum mánuðum...
  5. SÁR SÖKNUÐUR: Stórleikarinn Liam Neeson minnist eiginkonu sinnar, Natasha Richardson, sem lést í hörmulegu skíðasl...

SAGT ER...

...að íslensk börn hafi sést á Skólavörðustíg í dag en þau hafa vart verið þar eftir að túrisminn skall á.
Ummæli ›

...að rútufárið í miðbæ Reykjavíkur sé að verða ævintýralegt. Þessi stóra beið eftir þeirri litlu í 30 mínútur með alla umferð stopp fyrir framan Kaffi Reykjavík neðst á Vesturgötu í gær. Litla rútan var frá ferðaþjónustufyrirtækinu Ævintýri ehf. - gott nafn.
Ummæli ›

...að þessi frétt sé úr ársfjórðungsritinu Hrepparígi: Smartland hefur birt æfingaprógram í heimaleikfimi. Af því tilefni hefur Kalmann oddviti lagt bann við sexi í ruslagámum. Það er sagt verulega "dirty" og hættulega kryddað ef hittt er á þannig gám, að sögn reyndra gámsexlinga. Svo gæti ruslabílinn líka komið á versta tíma.
Ummæli ›

...að Viking Pizza á Selvogsbraut í Þorlákshöfn ætli að vera með lokað 32. júlí. Gott að vita.
Ummæli ›

Meira...