Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


Skipt um glugga í Landakoti – stórkostleg sýning

Lesa frétt ›Best varðveitta leyndarmálið í Biskupstungum er staður hinna frægu og ríku í Úthlíð

Lesa frétt ›LAXAÞOTURNAR LENTAR

Lesa frétt ›Kínverski garðurinn við Víðimel sker sig ekki lengur úr

Lesa frétt ›HÉRNA BÝR SKATTAKÓNGURINN 2014

Lesa frétt ›Hjörtunum svipar saman í Reykjavík og Sidney

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að tekjublað DV sýnir betur en margt annað hvernig íslenskt samfélag er límt saman á lyginni.
Ummæli ›

...að Kristín sé klár - Kristín Þorsteinsdóttir nýr útgefandi hjá 365 miðlum sem þar ræður nú öllu. Hún og Vilmundur heitinn Gylfason eru systrabörn og tengdafaðir hennar alþingismaður Framsóknarflokksins um árabil, góðvinur Steingríms Hermannssonar og sýslumaður í Reykjavík, Jón Skaftason, faðir Skafta Jónssonar sem verið hefur í utanríkisþjónutunni með aðsetur í Washington en hjónin Kristín og Skafti komust heldur betur í fréttirnar þegar búslóð þeirra skemmdist í gámi í flutningunum vestur um haf og þar á meðal fjöldi rándýrra samtímalistaverka en fyrir það ferðalag hafði Kristín verið upplýsingastjóri Jóns Ásgeirs og Baugs og þekkti þar vel til því mágur hennar, Gestur Jónsson, bróðir Skafta eiginmanns hennar, hefur verið helsti verjandi Baugsmanna í áratug í löngum málaferlum sem enn sér vart fyrir endann á. Mestu skiptir þó að Kristín er klár, velviljuð, góðhjörtuð og greind - með tilkomu hennar inn á gólf fjölmiðlasamsteypu 365 miðla hækkar greindarvísitalan þar umtalsvert sem hlýtur að vita á gott til framtíðar.
Ummæli ›

...að fólk sem stundar Hot Yoga leysi óvenulega mikin vind þegar það slakar á í tímum.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. Best varðveitta leyndarmálið í Biskupstungum er staður hinna frægu og ríku í Úthlíð: Myndir af lúxusstað Jóa í Múlakaffi í Úthlíð í Biskupstungum hafa ekki áður birst en þær gera þa...
  2. HÉRNA BÝR SKATTAKÓNGURINN 2014: Hrefnugata 5 í Norðurmýrinni lætur ekki mikið yfir sér en hérna býr skattakóngur ársins, Jón A Á...
  3. DÓSASALA BJARGAR DRYKKJUMANNI: Kópavogsbúsi sem verið hefur á atvinnuleysisbótum í  fjóra mánuði drýgir bæturnar með því að skila d...
  4. KAUPÞINGSSTJÓRI Í FÍNU FORMI: Magnús Guðmundsson, fyrrum yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg, er í fínu formi eins og sjá má á evr...
  5. Vilhjálmur Egilsson bjargar mannslífum í Tyrklandi: Vilhjálmur Egilsson fyrrum alþingismaður og nú rektor á Bifröst vann þrekvirki þegar hann bjarga...

SAGT ER...

...að útsendingaklukkur Ríkisútvarpsins og 365 miðla séu ekki alveg samstilltar. Ríkisútvarpið er alltaf nokkrum sekúndum á undan með fréttirnar.
Ummæli ›

  ...að margir af eldri kynslóðinni sakni Óla blaðasala sem stóð alltaf á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis og seldi dagblöð með stíl. Fullu nafni hét hann Ólafur Sverrir Þorvaldsson (1923-1992) og mest seldi hann á stríðsárunum - 1.500 eintök af Vísi  á einum degi en þann daginn var nóg í fréttum.
Ummæli ›

...að kvikmyndaleikstjórinn Tarantino hafi greitt leiðsögumanni sínum þúsund dollara eftir að hafa landað maríulaxi sínum í Hítará um helgina - um 120 þúsund krónur - skattfrjálst.
Ummæli ›

...að fréttamaðurinn og Facebookstjarnan Þórarinn Þórarinsson hafi misst lén sitt badabing.is sem hann hefur haldið úti frá því að internetið kom til sögunnar en nú hefur verið opnuð ísbúð neðst á Laugavegi sem heitir Badabing og ísbúðin hirti nafnið. Annars er Badabing nafnið á strippklúbbnum sem Soprano sótti í heimabæ sínum á meðan hann var og hét.
Ummæli ›

Meira...