Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

PRESTUR BAKAR PÖNNUKÖKUR

Karl V. Matthíasson prestur bakaði pönnukökur sem seldar voru á kaffihúsi á Skólavörðustíg á þjóðhátíðardaginn og brögðuðust vel.

“Það má kannski ekki segja frá þessu því ég er hvorki með viðurkennt eldhús eða virðisaukaskattsnúmer,” segir presturinn sem hefur bæði gaman og yndi af pönnukökubakstri.

“Galdurinn við pönnukökubakstur er þolinmæði, rétt hitastig og kærleikur fyrir hverri pönnsu sem bökuð er.”

Karl V. Matthíasson hefur þjónað sem prestur víða um land, er fyrrum alþingismaður Samfylkingarinnar og nú framkvæmdastjóri Samhjálpar.

Fara til baka


BJÖSSI Í WC BER AÐ OFAN

Lesa frétt ›TÆKNIMÖNNUM RÚV BREYTT Í HÚSVERÐI

Lesa frétt ›NÝJU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR

Lesa frétt ›SAUÐFÉ REKIÐ UM BORÐ Í FLUTNINGASKIP Á SEYÐISFIRÐI

Lesa frétt ›ÞJÓÐKIRKJAN EKKI TRÚFÉLAG

Lesa frétt ›BUBBI Á SPÍTALA

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að það sé útbreiddur misskilningur að Viðar Eggertsson, leikhússtjóri Útvarpsleikhússins, sé faðir útvarpsstjörnunnar Andra Freys Viðarssonar. Svo er ekki þó svipur sé.
Ummæli ›

...að íslenskir veitingamenn og ferðaþjónustan öll bíði nú eftir Asíu-seasoninu þegar Japanir og Kínverjar flykkjast til landsins því sumarfrí hinu megin á hnettinum eru að bresta á og þá freista norðurljós og myrkur við ysta haf - bullandi bisniss.
Ummæli ›

...að hún sé skrýtin fréttin í Morgunblaðinu í dag um að Guðrún Erlendsdóttir sé aftur sest í Hæstarétt sem dómari vegna þess að annar hæstaréttardómari hafi verið veikur í heilt ár en Guðrún er komin á eftirlaun fyrir löngu. Þó svo rætt sé við skrifstofustjóra Hæstaréttar í fréttinni kemur hvergi fram hvaða dómari sé búinn að ver veikur í heilt ár - en það var kannski það sem lesendur höfðu áhuga á að vita.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. INGI FREYR ÁFRAM Á DV: "Ég verð áfram," segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, ein helsta skrautfjöður DV í rannsóknarblaðamenn...
  2. BUBBI Á SPÍTALA: Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki ánægður með íslenska heilbrigðiskerfið eftir að hafa be...
  3. HÚSVÖRÐUR BJARGAR STEFÁNI: Lífskúnstnerinn Stefán Pálsson er ánægður með húsvörðinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Svo illa vild...
  4. NÝJU ÚTRÁSARVÍKINGARNIR: Annað árið í röð kynnir Gallerí Fold listamenn á listakaupstefnunni Art Copenhagen sem fram fer ...
  5. BJÖRN ER ÓDREPANDI: Það er lítil vandi að vera duglegur í viku en að starfa látlaust öll kvöld og helgar í leit að r...

SAGT ER...

...að kvikmyndin Vonarstræti fái lofsamlega dóma á kvikmyndavefnum Variety: Good-looking widescreen visuals by talented lenser Johann Mani Johannsson create the feeling of perpetual scrutiny that goes with the expression “living in a fishbowl.” The fading light and wet weather of an autumnal Reykjavik, where people try to stay cozy indoors, makes a nice contrast to the Florida scenes. Smart costumes and production design signal a wealth of information about the characters. Smellið hér.
Ummæli ›

...að tímamót verði í íslenskri fjölmiðlasögu á morgun þegar Séð og Heyrt kynnir nýjan, sjálfstæðan vefmiðil sedogheyrt.is
Ummæli ›

...að Carlos Ruiz Zafón hljóti að vera einn mesti rithöfundur samtímans - lesið bara Fanga himinsins.
Ummæli ›

...að útvarpsþulurinn Jón Múli hafi kunnað manna best að kynna síðasta lag fyrir fréttir í Ríkisútvarpinu. Nú er Jón Múli farinn, síðasta lagið líka - og kannski fréttirnar næst?
Ummæli ›

Meira...