PJATTAÐUR HRAFN

    Ósk Ingvarsdóttir var á ferðinni í Mjóddinni í Breiðholti þegar hún gekk fram á hrafn með fallegt blóm í goggi og Ósk smellti af.

    Hlíf Einarsdóttir lumar á sögu um svona atvik: “Hrafninn étur ekki blómin, hann tekur þau af því þau eru skrautleg. Einu sinni að sumri til kom hrafn og settist upp hjá mér. Sá lagði í vana sinn að týna sóleyjar. Einn strákurinn minn var 11 ára, hann setti blómvönd á böglaberann á hjólinu sínu til að reyna að fá hrafninn til að sitja þar.Ég vissi nú aldrei hvort það virkaði en blómin sem hann tíndi faldi hann svo einhverstaðar.”

    Auglýsing