PIZZA Á BALDURSGÖTU

    Stefán Melsted og Baldursgata 11.

    Ba11 ehf. sem er í eigu  Stefáns Melsteds veitingamanns, meðal annars kenndur við Snaps, Kaffi París og Kastrup vill opna pizzustað við Baldursgötu 11. Beiðni félagsins var tekin fyrir hjá byggingarfulltrúa Reykjavíkur í gærkveldi:

    “Ba11 ehf. Nesvegi 47 107 Reykjavík; Pitsastaður. Sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi og innrétta veitingastað í flokki I tegund D í rými 0003 ásamt því að gerð er grein fyrir áður gerðum breytingum á sorpgerði á lóð íbúðar- og atvinnuhúss á lóð nr. 11 við Baldursgötu.
    Erindi fylgir bréf hönnuðar dags. 30. júní 2020. Gjald kr. 11.200 Frestað. Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.”

    Auglýsing