Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrum aðsópsmikill þingmaður Pírata, er á leið til Brussel. Þar hefur hún fengið starf sem ráðgjafi danska Evrópuþingmannsins Karen Melchior í stafrænum málefnum en Karen situr á Evrópuþinginu fyrir Radikal Venstre.
“Hlakka til að vinna með Karen í þessum stóru málefnum Evrópusambandsins,” segir Ásta Guðrún – byrjuð að pakka.