PÍPARI SKÁKAR JARÐFRÆÐINGUM

  Eldgos á Fimmvörðuhálsi heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari

  Einu og einungis einu get ég slegið föstu um eldgosið á Reykjanesskaga, það er að  jarðsaga Reykjaness hefur á engan hátt hagað sér svona fyrr. Því er ekki hægt að vísa í sögulegan samanburð varðandi þetta gos.

  Ég, pípulagningameistarinn, gef lítið fyrir visku og getspeki jarðfræðinga og jarðeðlisfræðinga sem eru í vinnunni og verða að svara einhverju þegar þeir eru spurðir

  Ég held að þetta sé upphafið á gríðarstóru dyngjugosi sem kemur í mörgum hrinum og endi með umbrotum sem ná að mynda dyngjuna. Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður.

  Myndin sem ég birti er frá eldgosi á Fimmvörðuhálsi.

  Facebook Steina pípara.

  Auglýsing