PÍP UM STJÓRNARSKRÁ

  Knýjum dyra heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Þrátt fyrir dýra auglýsingaherferð með þó nokkrum rangfærslum hefur aðeins rúmt 11% af þjóðinni krafist nýrrar stjórnarskrár. Túlkun á niðurstöðunni er skrumskæling á því sem fólkinu var boðið að skrifa undir.

  Steini pípari.

  Áróðurinn segir að við höfum þegið stjórnarskránna frá Dönum eins og við höfum engu breytt. Þetta er rangt. Við höfum þingbundna stjórn, þrígreiningu ríkisvalds og forseta sem öryggisventil. Engar tillögur eru uppi um að breyta þessu. Þetta er nú það sem stendur aðallega eftir af upphaflegu stjórnarskránni.

  46 greinum af 80 hefur verið breytt síðan (þar með öllum mannréttindagreinum) yfir 95% landsmanna samþykkti núverandi stjórnarskrá í þjóðaratkvæði. Nýju tillögurnar slíta í sundur ákvæðin um stjórnskipunina með ákvæðum um mannréttindi og bæta við þau ákvæði um réttindi náttúrunnar.  Mörg þeirra eru óljóst orðuð en sum þeirra geta verið efnislega ágæt væntanlega óumdeild og mætti setja í núverandi stjórnarskrá.

  Ein rangfærsla baráttuhópsins fyrir stjórnarskrá er að þjóðin hafi valið hana. Þetta eru blekkingar. Mjög lítil kosningaþátttaka var, valmöguleikar fáir og lítil sem engin kynning á kostum og göllum. Þjóðin var í sárum eftir efnahagshrun.

  Það er lágmarks krafa að þessi sértrúarhópur sem heimtar nýja stjórnarskrá geri grein fyrir einstökum atriðum sem eru andstæð núverandi stjórnarskrá og þeir vilja breyta. Þá geta menn sæst á hver þessara atriða eru umdeild, fengið rök beggja eða allra og a.m.k. tvær tillögur um hvert umdeilt atriði. Þær væru færðar í lögfræðilegan búning og síðan væri við hæfi að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða öðrum kosningum. Sú kosning ætti að vera bindandi ef aukinn meirihluti samþykkir eina tillögu um hverja breytingu fyrir sig og kosningaþátttaka er mjög góð. Þá fyrst vitum við um samstöðu kjósenda um breytingarnar.

  Það sagði einn maður hér á netinu að mikilvægara væri að stjórnvöld færu að stjórnarskránni og öðrum lögum heldur en  það að þær breytingar sem lagt er til næðu fram að ganga. Því miður er nokkuð til í því.

  Auglýsing