PERSÓNULEIKAPÍP – SAMRIT SENT PERSÓNUVERND

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  ….

  Íslensk erfðagreining er ekki mikið íslensk lengur. Seinast þegar ég vissi þá var hún að mestu í eigu erlends lyfjafyrirtækis. Fyrir stuttu tók ég persónuleikapróf sem fyrirtækið dreifði í gegnum fésbókina. Ég í sakleysi mínu taldi að um væri að ræða skemmtilegan leik eins og þeir eru margir á netinu. Fyrirtækið fengi einhverjar upplýsingar um persónuleikann minn sem birtist alþjóð á hverjum degi í gegnum skrif mín og framkomu. Þegar ég hafði tekið prófið kom frétt um það í sjónvarpinu að með því að taka það hefði ég gefið fyrirtækinu óheftan aðgang að öllum upplýsingum um mig úr sjúkraskrám. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins þá á slík heimild að vera það greinileg í byrjun að það fari ekki fram hjá neinum.

  Steini pípari

  Þá eru nýlegar reglur sem segja að maður eigi að geta fengið allar upplýsingar sem safnað er um mann og maður eigi að geta afturkallað samþykki sitt fyrir söfnuninni. Nú vil ég afturkalla mitt samþykki, sem ég vissi ekki af að ég hefði veitt. Hvert á ég að leita?

  Samrit sent persónuvernd.

  Auglýsing