PÁSKAHUGLEIÐING SKÁLDSINS

  Valdimar Tómasson, eitt liprasta ljóðskáld samtímans, hefur sent frá sér páskahugvekju:

  Úti um græna grundu
  grunlaus við dveljum um stundu
  uns vélkjafur veltir úr sæti
  þið vesælu heimsins læti.
  Dynur með dauðahljóði
  djöfull og heimsins gróði.

  Lýðurinn leiguna greiðir
  en lostugur valdsmaður eyðir
  ljósið og lífsins vilja 
  þeir loka á milli þilja.
  Með vöxtum er veraldarþrekið
  frá vesælum lýðnum tekið.

  Auglýsing