PABBI KÁNTRÝ (100)

Hiram King “Hank” Williams (1923-1953) er afmælisbarn dagsins, oft nefndur faðir kántrýtónlistarinnar eins og við þekkjum hana í dag. Hank Williams framleiddi smelli á færibandi og náði vel til almennings í Bandaríkjunum og víðar. Hann lést aðeins þrítugur að aldri, fékk hjartaáfall sem rakið var til ofneyslu lyfja í bland við bús. Fæddist í Alabama, dó í Vestur Virginíu og hefði orðið 100 ára í dag.

Auglýsing