PABBI ÆVARS VÍSINDAMANNS SELUR HNAKKA

  Þeir eru flottir, Benedikt og hnakkarnir hans.

  Benedikt Líndal, goðsögn í íslenska hestaheiminum, kynnti hnakka sem hann hannar með öðrum og framleiðir í Sviss, í nýju reiðhöll Stefáns bónda á Útnyrðingsstöðum á Fljótsdalshéraði og gerði gott mót. Benedikt er faðir Ævars vísindamanns og svipar þeim mjög saman.

  Gestir streymdu að, bæði ríðandi og akandi og reyndu hnakkana en hnakkaframleiðsla fyrir íslenska hestinn er orðinn múltímilljóna bisniss og teygir sig um allan heim.

  Hnakkar Benedikts eru lúxusvara í hestaheimum en verðið er gott. Frá 280 þúsundum upp í rúm 300 þúsund með virðisaukaskatti.

  Sonurinn í stuði.

  “Ég held verðinu niðri með því að sleppa milliliðum sem verslanir eru og sel þetta svona beint með kynningum eins og þessum,” sagði Benedikt og lék á alls oddi í hnakkakynningunni á Útnyrðingsstöðum og gaf syni sínum, Ævari vísindamanni, lítið eftir í sviðsframkomu.

   

  Benedikt sýnir vöruna.
  Auglýsing