ÓTTI Í LEIÐ 14

    Brynjólfur og leið 14.

    Það getur evrið erfitt að vera seinn og þá sérstaklega ef maður er að keyra strætó. Af þesu hafa farþegar stundum áhyggjur eins og Brynjólfur Jóhann Bjarnason sem sendi Strætó póst að gefnu tilefni:

    „Góða kvöldið. Leið 14 sem átti að koma að Glæsibæ kl. 18:47 á leið að Granda kom klukkan 18:50 og vagnstjórinn þurfti að gefa í, af því að hann var orðinn of seinn. Hann var kominn klukkan 19:15 að Fiskislóð. Það er spurning hvort að þið getið endurskoðað tímatöfluna á leið 14 og lagað hana, svo vagnstjórinn lendi ekki í tímahraki og stofni ekki lífi farþeganna í hættu með því að keyra of hratt.“

    Auglýsing