STEINI PÍPARI UM ORKUPAKKANN: ÓTRÚLEGA ÓSVÍFNAR BLEKKINGAR

  Steini pípari sendir myndskeyti:
  —-
  Fullyrðingar stjórnvalda um að þriðji orkupakkinn skipti ekki máli hér á landi af því við erum ekki tengd og við höfum sett lög sem banna allar tengingar við Ísland nema að fengnu samþykki Alþingis eru ótrúlega ósvífnar blekkingar.
   —
  Talað er um pakka þar sem um nokkrar reglugerðir Evrópusambandsins er að ræða. Sumar skipta engu máli því þær fjalla um gas og olíuflutninga. Ein reglugerðin heitir: um skilyrði fyrir aðgangi að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri. Þar segir um tilgang  reglugerðarinnar:
   —
  Þó eru sem stendur hömlur á raforkusölu á jafnréttisgrundvelli, án mismununar eða óhagræðis í Bandalaginu. Einkum er ekki enn fyrir hendi netaðgangur án mismununar og jafnskilvirkt opinbert eftirlit í hverju aðildarríki fyrir sig, og einangraðir markaðir fyrirfinnast enn.
   —
  Það er einmitt til þess að eyða þessari einangrun markaða sem reglugerðin er sett.  Hvernig dettur mönnum í hug að við getum þóst samþykkja reglugerðina en setum skilyrði sem er í andstöðu við aðal tilgang hennar þ.e. að halda okkar markaði einöngruðum.
   —
  Þýðing á reglugerðinni er svo léleg að textinn er torskildari en sá enski þó mér sé nú íslenskan tamari. Eitt versta orðskrípið er “raforkuflutningskerfisstjóri”. Þetta á að vera þýðing á orðasambandinu: “Transmission System Operators for Electricity” sem samkvæmt mínum skilningi ætti að þýðiast: rekstraraðilar flutningakerfa fyrir raforku. Opinbera þýðingin er jafnvel verri en gúgul transleit gæti fundið upp.
   —
  Þessir aðilar þ.e. Landsnet hér og systurstofnanir þess eiga að skipuleggja reglulega heildrænt flutningskerfi yfir öll landamæri Evrópu til 10 ára í senn. Þar sem flutningskerfið sjálft er ekki í samkeppni eins og raforkuframleiðslan verða settar Evrópureglur um gjald fyrir flutning yfir landamæri og úthlutun á flutningsgetu er í höndum stofnanna Evrópusambandsins.
   —
  Af þessu er ljóst að ein reglugerð þriðja orkupakkans gerir Íslendingum skylt að tengja okkar raforkukerfi Evrópu ef Evrópubandalagið krefst þess alveg án tillitis til þess hvað við höfum sett í lög. Þau tengsl verða að verulegu leyti undir stjórn Evrópusambandsins. Okkar raforkuframleiðendur geta ákveðið verð hver fyrir sig, bæði innanlands og til útfluttnings svo framarlega sem sú ákvörðun sé byggð á viðskiptalegum sjónarmiðum. Það þýðir að verð á raforku verður að endurspegla framboð og eftirspurn, annars gætu menn talið að um ríkisstyrk sé að ræða. Ég bið þá sem eru á öndverðu meiði við þau sjónarmið sem hér eru reifuð að lesa reglugerðina. https://www.efta.int/sites/default/files/documents/legal-texts/eea/other-legal-documents/solr/translated-legal-acts/icelandic/i32009R0714.pdf
  Auglýsing