ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI Á SELTJARNARANESI

    Marketa með Óskarinn.

    Marketa Irglova vann Óskarsverðlaun 2008 fyrir lagið Falling Slowly í myndinni Once þar sem hún lék einnig annað aðalhlutverkið en hún býr á Seltjarnarnesi og rekur þar geggjað stúdíó ásamt eiginmanni sínum, Sturlu Míó Þórissyni upptökustjóra, og eiga þau þrjú börn.

    Marketa Irglova er tékknesk og hefur búið hér á landi í sex ár. Hún er yngsti tónlistarmaðurinn til að vinna Óskarinn en hún var aðeins 19 ára þegar henni hlotnaðist heiðurinn.

    Auglýsing