ÓSKARINN TIL ÍSLANDS!

  Kvikmyndin Ammonite sem frumsýnd var sl. föstudag á  alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto þykir sigurstrangleg þegar kemur Óskarsverðlaunum næsta árs.

  Stórstjörnurnar Kate Winslet og Saoirse Ronan fara  fara  með  aðalhlutverkin í sögu um rómantíska ást tveggja kvenna um miðbik 19. aldar. Leikstjóri er Bretinn Francis Lee sem  hlaut mikið lof fyrir mynd sína, God‘s Own Country, 2017.

  Dustin og Herdís.

  Myndin fær lofsamlega dóma í fjölmiðlum beggja megin Atlantsála en Winslet þykir ekki hafa sýnt annan eins stjörnuleik um langt árabil. Mótleikkona hennar er Saoirse Ronan (af  mörgum talin  arftaki Meryl  Streep) en samanlagt hafa þesssar tvær  verið ellefu sinni tilnefndar til Óskars en Winslet  fékk verðlaunin 2008  fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir The Reader.

  Tónlistin í myndinni er eftir Dustin O‘Halloran sem tilnefndur var til Óskarsverðlauna 2016 fyrir  tónlistina í myndinni Lion. Dustin  er sambýlismaður Herdísar Stefánsdóttur sem er einnig komin á hið alþjóðlega svið sem tónskáld. Þau hafa undanfarið hálft ár búið á Íslandi með  dóttur sína Ísold á meðan Covid faraldur og skógareldar geisa í Kaliforníu þar sem annað heimili þeirra er í Los Angeles.

  Auglýsing