ÓSKAR HÆÐIST AÐ RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA Í NÝRRI BÓK

  Óskar og Ríkislögreglustjórinn.

  Dýrbítar er ný bók eftir Óskar Magnússon, áður forstjóra og lögmann en nú bónda, rithöfund og eflaust sitthvað fleira. Bókin er sjálfstætt framhald Verjandans.

  Aðdáendur Óskars skemmta sér gjarnan við að finna hliðstæðar persónur og birtast í sögunum í samferðarmönnum höfundarins. Þannig var í Verjandanaum lögmaðurinn Valur Classen hrl. sem flestir þóttu sjá yndislega og stórskemmtilega fyrirmynd í Erni Clausen heitnum. Nú hafa glöggir lesendur fundið út að Sif Valsdóttir, saksóknari í Dýrbítum, sé enginn önnur en Guðrún Sesselja Arnardóttir, dóttir Arnar Clausen.  Greinilegt er að höfundi þykir vænt um þessa fjölskyldu en hann hefur líka haft Guðrúnu Erlendsdóttur hæstaréttardómara að fyrirmynd.

  Ríkislögreglustjórinn, með ákveðnum greini, fær hins vegar háðulega útreið hjá Óskari Magnússyni. Hann er kallaður Samúel Johnson, ræður illa við starfið, hefur mestan áhuga á einkennisbúningum og bílamálum en dreymir um að verða ljóðskáld.  Ekki liggur skáldskapur vel við honum en þó getur hann ort órímað. Ríkislögreglustjórinn er látinn yrkja:

  Skarfarnir brýndu goggana
  Á klettinum við landsteinana
  Og biðu þess að komast um borð
  Í rúturnar
  rotturnar með löngu halana.

  Auglýsing