ÖRUGGAST AÐ BÚA Á ÍSLANDI

  Öruggast er að búa á Íslandi samkvæmt könnun sem Efnahags og friðarstofnuninn gerði á meðal 163 sjálfstæðra þjóða. Á Íslandi er aðeins 1,8 morð á hverja 100.000 íbúa, vopn ekki leyfð meðal almennings nema til veiða og þau ekki seld í verslunum nema gegn því að kaupandi fari á námskeið.

  Ísland hefur verið á toppnum í þessari könnun samfellt í 11 ár. Röðunin er ákveðin af 23 þáttum þar sem hæst ber: Morð, pólitísk hryðjuverk og dauðsföll af innri átökum.

  Svona er listinn:
  1. Ísland
  2. Nýja Sjáland
  3. Austurríki
  4. Portúgal
  5. Danmörk
  6. Kanada
  7. Tékkland
  8. Singapúr
  9. Japan
  10. Írland

  Sjá nánar hér.

  Auglýsing