ÖRSÖGUR ÚR ÁRBÆ

  Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er líklega þekktasti Árbæingur allra tíma (Andri Snær fv. forsetaframbjóðandi og Torfi heitinn rakari eru ekki á pari við hann þó þeir séu þaðan líka).

  Hvernig stendur því á því að vart er hægt að komast i Krónuna í hverfinu fyrir bannskiltum, innakstur bannaður, meira að segja tvö (sjá mynd).

  Við Elliðaárstífluna rétt fyrir neðan eru svanir enn á floti með andaþyrpingu þó þeir eigi að vera á Kanarí eða jafnvel Afríku yfir vetrarmánuðina. Fátt er um svör þegar þeir eru spurðir. Stara bara.

  Og við gangstíg rétt ofar er listilega gerður vatnshani fyrir göngufólk en bilaður og ekkert vatn í. Synd.

  Við norðurbakka Elliðaánna hafa íbúar sett út tvo bláa stóla utan lóðamarka fyrir gangandi sem geta tyllt sér og notið útsýnisins svo það sé ekki bara þeirra.

  Þá er eitt flotatasta jólatré allra tíma þarna vel snyrt og tignarlegt. Gerist ekki betra.

  En Árbæjarlaugin er opin þó eimbaðið sé lokað vegna þess að verið er að standsetja kaldan pott þar við hliðina. Framkvæmdir hafa staðið svo mánuðum skiptir. “Allt Degi borgarstjóra að kenna” segja pottverjar í Árbænum og skilja ekkert í “sínum manni”.

  Auglýsing