OPIÐ BRÉF FRÁ ÓLA TIL ÓLAFAR

  Athafnamaðurinn og ferðafrömuðurinn Ólafur Schram sendir Ólöfu Skaftadóttur aðstoðarritstjóra Fréttablaðsins opið bréf eftir að hafa hlustað á hana í morgunútvarpi Bylgjunnar:

  “Okkar kynni, úveist eru ekki mikil, skilurðu, þó bar okkar fundum saman við Bæjarins bestu, úveist, mannstu, hér um árið, skilurðu?

  Mig langar að, úveist, spyrja þig, skilurðu?
  Fattaðir þú sjálf upp á setningunni sem, úveist, sem þú notaðir í morgun? Hún var svona:

  Ég veit það ekki, þú veist, skilurðu?

  Ég hlustaði á þig, úveist, í morgunútvarpi Bylgjunnar, úveist, í morgun, skilurðu og þó ég hafi ekki, úveist, talið “úveistin” þín þá má varlega áætla þau um 100 skifti á innanvið, úveist, tuttugu mínutum, skilurðu?

  Þú ert annars svo frábær, skilurðu, að það er synd, úveist, hvernig komið er, úveist, og vil ég því, skilurðu, ráðleggja þér, úveist, að hlusta á viðtalið, úveist, frá því í morgun skilurðu og dæma sjálf, úveist.

  Og annað, skrifar þú, úveist, ” þúveist” eins oft og þú segir það?

  Kveðjur til Skafta, Gunnars, Helgu og Gests, mínar bestu kveðjur skilurðu.
  Kveð núna skilurðu og hafðu það, þú veist, gott.
  Óli”

  Auglýsing