ÓMAR AÐ DRUKKNA Í FRÉTTASKOTUM

  Ómar í Kveik og lógóin tvö.

  “Ég er að fá pósta og símtöl nánast daglega með ábendingum um fréttir sem fólk vill láta taka fyrir,” segir Ómar Einarsson eigandi vinnuvélafyrirtækisins Kveikur en Ríkisútvarpið er með fréttaskýringaþátt með sama nafni.

  “Fyrst í í stað skildi ég ekkert í þessum ábendingum öllum en svo rann upp fyrir mér ljós. Ríkisútvarpið tók nafnið fyrirtækis míns og lógó þeirra er mjög líkt mínu. Sérstaklega því eldra sem var svona svart/hvítt og brotið eins og hjá þeim,” segir Ómar sem er orðinn þreyttur á öllum frétaskotunum sem hann fær í tölvupósti og símleiðis og veit ekkert hvað við á að gera.

  Ljóst er að fréttaskýringaþátturinn Kveikur missir af mörgum sjóðheitum fréttum sem rata til Ómars sem getur ekkert við þær gert nema kannski framsenda til Ríkisútvarpsins sem vart er hans hlutverk.

  Sjá kveikur.is hér.

  Auglýsing